fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Beckham í fyrstu kvikmynd sinni

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 14. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham sést bregða fyrir í nýjustu kvikmynd vinar síns, Guy Ritchie, King Arthur; Legend of the Sword. Stikla úr myndinni var nýlega sýnd opinberlega en þar sést Beckham, sem er í hlutverki skylmingakappa, skiptast á nokkrum orðum við Arthur konung þegar sá síðarnefndi ætlar að draga sverðið Excalibur úr steininum.

Þetta stutta atriði fór illa í marga netverja sem létu svívirðingar dynja á Beckham og sögðu að hann gæti ekki leikið. Leikstjórinn Guy Ritchie fékk það líka óþvegið fyrir að hafa plantað þessum stórvini sínum í myndina. Prúðari netverjar létu einnig í sér heyra en þar var tónninn öðruvísi því þeir óskuðu Beckham til hamingju með frumraun sína í kvikmyndaleik og sögðust hlakka til að sjá myndina.

Með aðalhluverk í myndinni fara Charlie Hunnam, Eric Bana og Jude Law. Hunnam hrósar Beckham fyrir þá fagmennsku sem hann segir einkenna hann. Hann segir Beckham vera mann sem taki vinnu sína mjög alvarlega og að hann hafi lagt sig verulega fram meðan á upptökum stóð. Leikstjórinn Ritchie hefur einnig komið Beckham til varnar og segir hann hæfileikaríkan leikara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld