fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Goldie Hawn mælir með hugleiðslu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goldie Hawn leikur í sinni fyrstu mynd í fimmtán ár. Leikkonan, sem er 71 árs, leikur móður Amy Schumer í myndinni Snatched. Afar vel mun hafa farið á með þessum tveimur þekktu gamanleikkonum. Á þeim árum sem Hawn hefur verið frá kvikmyndaleik hefur hún einbeitt sér að því að reka miðstöð sem aðstoðar börn sem hafa orðið fyrir áföllum og stór hluti af meðferðinni felst í hugleiðslu. „Ég vil hjálpa börnum sem eru hrædd. Ég veit hvernig það er að vera hrætt barn,“ segir hún.

Hawn hefur sterka trú á mætti hugleiðslu, bæði fyrir börn og fullorðna. Hún var afar kvíðið barn sem ólst upp á tímum kalda stríðsins og óttaðist kjarnorkustríð meira en nokkuð annað. Hún segir hugleiðslu hafa hjálpað sér í gegnum alls kyns erfiðleika, þar á meðal sambandsslit og læknað þreytu og álag.

Leikkonan átti tvö hjónabönd að baki þegar hún kynntist leikaranum Kurt Russell. Hún segist hafa orðið ástfangin af honum eftir að hafa tekið eftir því hversu fallega hann kom fram við börn hennar tvö. Þau Russell ólu upp börn hennar og eiga saman einn son. Þau hafa verið saman í þrjátíu og fjögur ár en aldrei gengið í hjónaband. Hawn segir þau vera sammála um að engin þörf sé á því. Hún eigi sínar eignir og hann sínar, en þau séu saman og mjög hamingjusöm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld