fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Loksins þaggað niður í Piers Morgan: Þurfti líka að klæðast Tottenham-treyju

Breski sjónvarpsmaðurinn tapaði veðmáli – 50 þúsund pund söfnuðust fyrir Comic Relief

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Versta martröð breska sjónvarpsmannsins Piers Morgan varð að veruleika í í gærkvöldi þegar ljóst var að hann hefði tapað veðmáli sem hann gerði við breska auðkýfinginn Alan Sugar.

Þeir félagar hafa lengi eldað grátt silfur saman, sérstaklega á Twitter, þar sem Morgan er gallharður stuðningsmaður Arsenal en Sugar fyrrverandi stjórnarformaður erkifjendanna í Tottenham Hotspur.

Oft hafa þó erjur þeirra og deilur leitt eitthvað gott af sér en þeir hafa oft veðjað háum fjárhæðum um hvort liðanna endi ofar í ensku úrvalsdeildinni. Peningarnir hafa síðan runnið til góðgerðarmála.

Nú stendur Comic Relief, einnig þekkt hér á landi sem Dagur rauða nefsins, sem hæst í Bretlandi og Piers Morgan lýsti því yfir að ef hann næði að safna 5 þúsund pundum myndi hann ekki tjá sig í sólarhring á Twitter, þar sem hann er mjög virkur og jafnan afar umdeildur.

Sugar reiddi fram þá upphæð á stundinni enda hans heitasti draumur að þagga niður í Morgan. Ákváðu þeir þá að gera gott betur. Svo fór að Morgan lofaði ekki aðeins að láta Twitter eiga sig í 24 stundir heldur einnig klæðast Tottenham-treyju á mynd ef þeir næðu að safna 50 þúsund pundum, eða sem nemur tæpum 7 milljónum króna.

Skemmst er frá því að segja að það tókst, og fjölmargir knattspyrnumenn og frægir einstaklingar lögðu sitt af mörkum. Enn var þó nokkuð í land á lokametrunum en þá steig Sugar fram og lagði 25 þúsund pund í púkkið og útkoman varð meðfylgjandi mynd. Piers Morgan, keflaður að engjast um í treyju andstæðinganna.

Sugar sagði á Twitter að þetta væri besta sjötugsafmælisgjöf sem hann gæti hugsað sér.

//platform.twitter.com/widgets.js

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“