fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Katy og Orlando eru hætt saman

Geisluðu af hamingju á Óskarsverðlaunahátíðinni – Voru saman í tæpt ár

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 1. mars 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu tíðindi frá Hollywood herma að stjörnupartið Katy Perry og Orlando Bloom séu hætt saman eftir eins árs ástarsamband. Þetta staðfestir talsmaður parsins við US Weekly en fréttirnar koma sem þruma úr heiðskíru lofti fyrir aðdáendur stjarnanna. Turtildúfurnar mættu saman á nýliðna Óskarsverðlaunahátíð og virtust geisla af hamingju í Vanity Fair-partýinu. Þá birti Orlando mynd af sér og Butters, hundi Katy, síðastliðinn mánudag .

Fyrir tæpum mánuði síðan kom Katy ástmanni sínum á óvart með því að skipuleggja lúxusfrí í Palm Springs í tilefni fertugsafmælis leikarans. Þá flaug hún móður Orlando, Soniu, á staðinn í tilefni tímamótanna.
„Áður en að Gróa á Leiti fer á stjá þá getum við staðfest að Katy og Orlando hafa ákveðið að veita hvort öðru svigrúm í óákveðin tíma,“ sagði talsmaðurinn.
Stjörnurnar hófu að draga sig saman í mars á síðasta ári og því varði sambandið í tæpt ár. Katy hefur áður verið í sambandi við söngvarann John Mayer sem og rapparann Travie McCoy. Þá var hún gift breska uppistandaranum Russell Brand á árunum 2010 til 2012.

Orlando Bloom var giftur ofurfyrirsætunni Miröndu Kerr árin 2010 til 2013 en þau eiga soninn Flynn saman sem er sex ára gamall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“