fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Ronnie Wood vill kynlíf á hverjum degi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 21. október 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla brýnið úr Rolling Stones, hinn sjötugi Ronnie Wood, er hamingjusamlega kvæntur hinni 39 ára gömlu Sally Humphreys. Á dögunum sagði Wood í viðtali við The Guardian að sér þætti nauðsynlegt að stunda kynlíf einu sinni á dag. Wood er sex barna faðir og hann og Humphreys eiga saman eins og hálfs árs gamla tvíbura, Alice Rose og Gracie Jane, sem hinn stolti faðir segir að syngi öllum stundum.

Wood segist vera á ákaflega góðum stað í lífi sínu. Fyrr á þessu ári gekkst hann undir uppskurð þar sem krabbameinsæxli var fjarlægt. Hann fer reglulega í læknisskoðun. Það sem hann vill helst gera í lífinu, fyrir utan að stunda kynlíf náttúrlega, er að vera í fríi á Bahamaeyjum með eiginkonunni og tvíburunum.

Wood og Humphreys gengu í hjónaband árið 2012 en hún er þriðja eiginkona hans. Hún segir hann vera skemmtilegan, góðan og blíðan mann. „Ég vildi að aldursmunurinn væri ekki þarna en hann er það. Það var annaðhvort að segja: Ég get ekki staðið í þessu vegna aldursmunarins eða taka þessu eins og það er. Á árum áður hugsaði aldrei um að fara á stefnumót með manni sem væri tvisvar sinnum eldri en ég, en það er einmitt það sem gerðist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“