fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Slá aftur í gegn með áramótakveðju: „Brexit og Tyrkland og Brúneggjaböl“

Vandræðaskáld gera upp árið 2016 í skemmtilegu lagi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dúett sem kallar sig Vandræðaskáld sló í gegn í haust með eftirminnilegu myndbandi um óbeit á Lánastofnun íslenskra námsmanna, LÍN. Vandræðaskáldin hafa nú sent frá sér nýtt lag þar sem árið 2016 er gert upp. Myndbandið hefur, eins og hið fyrra, vakið mikla athygli en þegar þetta er skrifað hefur það fengið 111 þúsund áhorf.

„Við erum alltaf að semja eitthvað og flytja og höfum verið að skemmta í margs konar veislum og uppákomum,“ segir Sesselía í samtali við DV, spurð hvort aðdáendur megi eiga von á fleiri tónverkum frá Vandræðaskáldum en á Facebook-síðu þeirra má finna fleiri skemmtileg myndbönd.

Eins og flestum er ljóst gekk mikið á á nýliðnu ári. Fjöldinn allur af heimsþekktum listamönnum féll frá og pólitíkin var fyrirferðamikil bæði hér á Íslandi og í útlöndum. Þessu má öllu finna stað í textanum. „Heimtuðum kosningar, rifinn var kjaftur, en kusum samt sömu flokkana aftur,“ er á meðal þess sem fram kemur í textanum. Þá fær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson pillu. „Simmi var fenginn í samtal á RÚV, þau sögðu satt, það var dirty múv.“

Vandræðaskáldin eru Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og rithöfundur. Sesselía er menntuð í leiklist og leikstjórn og þá hefur Vilhjálmur lokið MA gráðu í leikbókmenntum og leikritun frá RADA í Bretlandi. „Við námum í London og syngjum dálítið um eigin reynslu, blandið öðrum sögum frá vinum okkar og smá skáldaleyfi,“ sagði Sesselía í samtali við DV í október. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna