fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Sigríður missti föður sinn sjö ára gömul: „Það velur sér enginn að deyja“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. janúar 2017 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það velur sér enginn að deyja, og það er ekki rétt að sjálfsvíg sé eigingjarn verknaður,“ segir Sigríður Rún Tryggvadóttir prestur í Egilsstaðaprestakalli í samtali við blaðamann DV.is en hún var aðeins sjö ára gömul þegar faðir hennar féll fyrir eigin hendi. Hún segir umræðuna um sjálfsvíg hafa verið mikið tabú á þeim tíma, en hún og systur hennar tvær fengu til að mynda ekki að vita fyrr en löngu síðar hvernig faðir þeirra lést.

Í samtali við blaðamann segir Sigríður Rún það vera augljóst að umræðan um sjálfsvíg og andleg veikindi sé mun opnari í dag en í upphafi níunda áratugarins, á þeim tíma þegar faðir hennar tók eigið líf.

„Áður fyrr var þetta þaggað niður, og fólk hafði ekki val um annað en harka af sér og láta ekki á neinu bera.Í dag geta krakkar sagt upphátt „Ég er með kvíða“ án þess að þurfa að skammast sín. Það er ekki lengur þessi svakalega skömm.“

Sigríður Rún segir það hafa verið ríkt í samfélaginu á þessum tíma að það bæri að vernda börn fyrir sorginni.

„Þegar við systurnar vorum komnar á fullorðnisár tjáði mamma okkur að hún hefði aldrei þorað að syrgja. Hún var svo hrædd um að sorgin myndi brjóta hana endanlega niður þannig að hún myndi geta unnið eða hugsað um okkur.“

Sigríður Rún telur engan vafa á því að reynsla hennar úr barnæsku hafi haft áhrif á það að hún valdi sér preststarfið sem ævistarf. Hún segir trúna hafa verið sitt haldreipi í gegnum tíðina.

„Ég átti mína barnatrú og þegar pabbi dó þá fann ég styrk í trúnni. Mér finnst svo mikilvægt að benda fólki á halda í vonina, af því að vonin er alltaf til staðar, sama hvað gerist.“

Einkennileg sorg í kringum sjálfsvíg

Sigríður Rún ræddi einnig um reynslu sína við Austurgluggann nú á dögunum en móðir hennar fluttist ásamt dætrum sínum til Reykjavíkur í kjölfar þess að faðir þeirra lést.

„Ég man óljóst eftir þessu en hugurinn virkar þannig að hann reynir að gleyma. Það var öðruvísi talað um sjálfsvíg í þá daga og mikið tabú og fordómar tengdir því.

Það er ótrúlega einkennileg sorg í kringum sjálfsvíg og aðstandendur sitja uppi með yfirþyrmandi sektarkennd og þá upplifun að einstaklingurinn velji það að fara frá þér. Eða þá sjálfsásakanir og spurningar eins og hvernig standi á því að þú hafir ekki séð að maka þínum, barni eða öðrum nákomnum hafi liðið svo illa.“

Sigríður Rún fagnar því að umræðan um sjálfsvíg og andleg veikindi hafi opnast á undanförnum árum en leggur áherslu á að ólíkt því sem margir halda sé sjálfsvíg ekki eigingjarn verknaður.

„Þegar fólk er komið á þennan stað sér það enga aðra leið út. Umræðan hefur sem betur fer gerbreyst upp á síðkastið – það velur enginn að veikjast af krabbameini og það velur enginn að berjast við þunglyndi. Það hefur ótrúlega margt breyst á mjög stuttum tíma og síðastliðin fimm ár hefur orðið alger bylting í því hvernig rætt er um geðsjúkdóma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna