Magnús Scheving trúlofaðist Hrefnu Björk Sverrisdóttur á veitingastaðnum ROK á gamlárskvöld. Á Smartlandi segir að Magnús hafi farið á skeljarnar þar sem parið fagnaði nýju ári með vinum og vandamönnum.
Sjá einnig: Magnús og Hrefna nýtt par
Magnús skildi árið 2014 en fann hamingjuna fljótlega í örmum Hrefnu Bjarkar en þau störfuðu saman í Latabæ þar sem Hrefna var framleiðandi. Hefur hún meðal annars komið að framleiðslu þátta eins og Steindinn okkar og 2+6.