fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Baltasar hætti að drekka 35 ára: „Ég var mjög slæmur“

Leið vel á AA-fundum – Gott að geta lagt egóið til hliðar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 16. september 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Brennivínið var minn Akkilesarhæll. Ég var mjög slæmur,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur í viðtali í helgarblaði DV. Í viðtalinu ræðir Baltasar meðal annars um nýjustu mynd sína, Eiðinn, en einnig um sitt persónulega líf, þar á meðal um áfengið sem hann hætti að drekka fyrir margt löngu.

„Ég var aldrei þannig að ég gæti ekki unnið. Ég skilaði alltaf mínu. Þegar ég var orðinn 35 ára var þetta ekki skemmtilegt lengur. Ég fór ekki í meðferð, ég bara hætti. Það var ekki fyrr enn fyrir tveimur árum sem ég byrjaði að fara á AA-fundi. Ég tók það upp hjá sjálfum mér að fara á fundi og sætta mig við það að ég væri ekkert betri en hinir eða yfir aðra hafinn.“

Hvernig kanntu við þig á fundum?

„Bara mjög vel. Ég upplifi þetta eins og að fara í kirkju. Þetta er sammeðvitund, að sitja með bræðrum sínum og systrum sem hafa svipaða lífsreynslu og eru í samlíðan. Mér fannst það ákaflega gott. Því laust allt í einu niður í huga mér, já Guð er í samlíðan. Ég las fyrir margt löngu, man ekki hvar, að Guð væri sameiginleg samviska mannkynsins. En ég skildi allt í einu, og við erum kannski komnir út í allt aðra hluti, ég uppgötvaði, þegar ég sat þarna að fólk sem situr saman, opnar sig og talar, það kennir ekki neinum öðrum um. Ef maður er einn hjá sálfræðingi, hefur maður tilhneigingu til að kenna maka sínum, foreldrum eða börnunum um það sem bjátar á, en þegar maður situr með hópi af fólki, þá er eins og maður takir meiri ábyrgð á sjálfum sér, því sem kemur fyrir mann í lífinu. Ég held að hin sameiginlega samviska mannsins sé Guð, því mannkynið hefur alltaf gert betur og betur.“

Baltasar sækir AA fundi ekki eins grimmt og áður vegna anna í Hollywood.

„Því miður hef ég dottið aðeins út úr samtökunum en mér leið vel í þessu umhverfi. Þá er góð tilfinning að leggja egóið til hliðar og játa, jafnvel þrettán árum eftir að ég hætti að drekka, að ég væri ekkert betri en þetta fólk, sem var auðvitað alls konar og af öllum þjóðfélagsstigum. Á einhvern hátt tekst alkanum að ljúga að sér, helvíti lengi, að hann sé betri og öðruvísi og hann geti gert allt sjálfur. „Ég þarf ekki að fara í meðferð eða á fundi,“ lýgur hann að sér. En á endanum verður þú bara að játa þig sigraðan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel