fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Leikritið Sending frumsýnt

Sýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu – Fjallar um bjargleysi og útskúfun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. september 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikverkið Sending, eftir Bjarna Jónsson, var frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu um helgina. Um er að ræða nútímaverk sem gerist árið 1982. Ungur drengur er sendur í fóstur til barnlausra hjónaleysa vestur á fjörðum. „Konan tekur drengnum opnum örmum en tilfinningar mannsins eru flóknari og ekki líður á löngu þar til líf hjónanna umturnast. Veruleiki drengsins og hjónaleysanna virðist á einhvern undarlegan hátt hanga saman,“ segir í kynningu á verkinu á vef Borgarleikhússins en leikritið gerir bjargleysi og útskúfun að meginviðfangsefni sínu.

Leikstjórn er í höndum Mörtu Nordal en leikarar eru Árni Arnarson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Þorsteinn Bachmann.

Meðfylgjandi myndir eru teknar á frumsýningarkvöldinu, þar sem valinkunnir gestir og aðstandendur sýningarinnar skáluðu.

Hjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, ásamt Ingvari E. Sigurðssyni.
Prúðbúin Hjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir, ásamt Ingvari E. Sigurðssyni.
Örn Gauti Jóhannsson og stórleikarinn Jóhann Sigurðarson mættu á frumsýninguna.
Feðgar Örn Gauti Jóhannsson og stórleikarinn Jóhann Sigurðarson mættu á frumsýninguna.
Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir, hýrar á brá.
Mæðgur á frumsýningu Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ástríður Magnúsdóttir, hýrar á brá.
Kristín Una Mikaelsdóttir og Mikael Torfason mættu til að fylgjast með Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu, en hún er hvort tveggja stjúpmóðir Kristínar Unu og spúsa Mikaels.
Mæðgin Kristín Una Mikaelsdóttir og Mikael Torfason mættu til að fylgjast með Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu, en hún er hvort tveggja stjúpmóðir Kristínar Unu og spúsa Mikaels.
Kjartan Ólafsson ásamt tengdamóður sinni, Guðríði Katrínu Arason (eiginkonu Gunnars Eyjólfssonar leikara), og eiginkonunni Karitas H. Gunnarsdóttur.
Mæðgur og maki Kjartan Ólafsson ásamt tengdamóður sinni, Guðríði Katrínu Arason (eiginkonu Gunnars Eyjólfssonar leikara), og eiginkonunni Karitas H. Gunnarsdóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“