fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Tónlistarveita Jay-Z í frjálsu falli

Tónlistarveitan Tidal tapaði rúmum þremur milljörðum króna á síðasta ári

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. september 2016 13:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarveitan Tidal, sem er í eigu rapparans Jay-Z, tapaði rúmum þremur milljörðum króna á síðasta ári. Tidal, sem fór í loftið fyrir tæpum tveimur árum, virðist vera að láta í minni pokann fyrir stærri tónlistarveitum á borð við Spotify og Apple.

Jay-Z keypti tónlistarveituna Wimp árið 2015 af sænska fyrirtækinu Aspiro og breytti þá nafni veitunnar í Tidal. Rapparinn fékk til liðs við sig marga stóra tónlistarmenn, sem voru kynntir sem meðeigendur fyrirtækisins. Á meðal þeirra voru t.a.m. eiginkona Jay-Z, sönkonan Beyonce, Rihanna, Kanye West, Madonna, Chris Martin og margir fleiri. Markmið hópsins var að taka yfir tónlistarveitubransann og steypa stærri fyrirtækjum af stóli, þar sem þau töldu að greiðslur til listamanna, vegna spilunar á veitunum, væru of lágar.

Þrátt fyrir að notendum veitunnar hafi fjölgað töluvert upp á síðkastið, þá virðist slagurinn gegn stærri tónlistarveitunum vera býsna erfiður. Í það minnsta greinir Wall Street Journal frá því, að Tidal hafi tapað rúmum þremur milljörðum íslenskra króna, á síðasta ári. Þá hafa ógreiddir reikningar fyrirtækisins hrannast upp, en þrátt fyrir það, segja talsmenn fyrirtækisins, að þeir séu bjartsýnir á að fá inn nýtt fjármagn, til þess að halda fyrirtækinu gangandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu