fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Útigangsmaður gerði sig heimkominn í helli í Rangárþingi

Auður Ösp
Laugardaginn 6. ágúst 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt sinn um miðbik tíunda áratugarins átti nokkuð óvenjulegut atvik sér stað í hellunum á landi bæjarins Ægissíðu í Rangárþingi ytra. Þessa furðurlegu en jafnframt skondu sögu má finna á fésbókarsíðu verkefnisins Hellarnir við Ægisíðu sem parið Árni Freyr og Álfrún Perla vinna nú að. en þau hafa í sumar skrásett sögu manngerðra hella á svæðinu.

Parið var í viðtali við DV á dögunum þar sem þau ræddu um verkefnið en Álfrún Perla á ættir að rekja til staðarins. Er verkefnið til komið að frumkvæði forsvarsmanna Stracta-hótelsins á Hellu sem töldu þeir að hagur væri af fleiri áhugaverðum viðkomustöðum fyrir ferðamenn á svæðinu, en um miðja 20. öld voru Ægissíðu hellar vinsæll ferðamannastaður.

Ljósmynd/Ólöf Þórhallsdóttir
Ljósmynd/Ólöf Þórhallsdóttir

Heimildir finnast um hellana á mörgum stöðum, þar með talið í lögregluskýrslum frá miðbiki tíunda áratugarins og má þar meðal annars finna þessa lýsingu.

„Starfsmenn kaupfélagsins á Hellu tóku eftir því að vörur hurfu reglulega sporlaust úr hillum verslunarinnar án þess að borgað væri fyrir þær. Olli þetta starfsmönnum kaupfélagsins talsverðu hugarangri en ákváðu þeir að hafa samband við lögreglu. Leitað var til bæjarbúa og athugað hvort þeir hefðu orðið varir við óeðlilegar mannaferðir. Það var svo nokkrum dögum seinna sem Þorbjörg Hansdóttir leit út um gluggann á heimili sínu að Ægissíðu 4 og tók eftir manni sem baðaði sig í Rangánni. Þorbjörg taldi best að láta lögregluna vita og bað hana vinsamlegast að líta við í hellunum við þjóðveginn.

Þegar lögreglan kom í Hellistúnshella hitti hún þar fyrir útigangsmann sem hafði komið sér fyrir í hellunum. Ekki er vitað hvernig hann vissi af hellunum eða hvað hann dvaldi þar lengi. Nokkuð víst er þó að hann hafi verið þar í talsverðan tíma og viðurkenndi hann ábyrgð sína á hverfandi hlutum úr kaupfélaginu. Útigangsmaðurinn ólánsami er því seinasti íbúinn í hellunum á Ægissíðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“