Þóttist vera brjálaður aðdáandi
Hvernig myndir þú bregðast við ef þú sæir heimsþekktan leikara úti á götu? Ef marka má hvernig stórleikarinn Leonardo DiCaprio brást við þegar hann rakst óvænt á Jonah Hill á götum Hollywood í gær þá eru þeir félagar mjög vanir því að fólk hlaupi upp að þeim og taki myndir.
Ljósmyndarar náðu hrekknum á myndband sem hefur farið eins og eldur í sínu um samfélagsmiðla. Það birtist hér að neðan en líkt og sjá má þá bregður Jonah nokkuð þegar Leonardo stekkur upp að honum.
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=OGG4YktdQhc&w=480&h=360]