fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Kennir fluguveiði í unglingadeild

Kjartan Örn kennir vinsælt valfag í Háaleitisskóla sem verður á stundatöflunni í vetur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mikill fluguveiðimaður og mjög upptekinn af því að veiða á sumrin og mig langaði til að kynna áhugamálið fyrir nemendum mínum,“ segir Kjartan Örn Haraldsson, umsjónarkennari við Háaleitisskóla og veiðiáhugamaður, um valfagið Fluguveiði sem verður kennt í unglingadeild skólans í vetur.

Kjartan kenndi áfangann einnig í fyrravetur og fengu þá nemendur að kynnast fluguveiðinni. Lærðu þeir að hnýta þá ýmsu hnúta sem tengjast veiðinni, æfðu sig í að kasta flugunni og lærðu um helstu ár og vötn landsins. Áfanginn endaði þá á veiðiferð í Elliðavatn í Reykjavík.

„Við hittumst þar nemendur og foreldrar og veiddum þar í smá tíma. Allt í boði Veiðikortsins. Ég hef aldrei fengið jafn mikið af viðbrögðum frá öllum pöbbunum. Þeir voru ótrúlega duglegir að hafa samband og spyrjast fyrir um þetta og svo voru nokkrir sem komu með okkur í veiðiferðina,“ segir Kjartan.

Nemendur sem velja fluguveiði þurfa að sitja tvær kennslustundir á viku. Áfanginn er að sögn Kjartans eingöngu kenndur á vorönn.

„Svo sækirðu um þetta og kemst inn eða ekki. Þetta fer eftir fjölda en í fyrra var ég með um 20 nemendur í þessu fagi. Þetta var vinsælt,“ segir Kjartan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Í gær

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar