fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Vaknaði grátbólgin: „Óhætt að segja að þarna hafi ég náð ákveðinni lægð í mínu lífi“

Líður best í kollsteypu á 300 km hraða – Myndi ekki vilja búa með sjálfri sér – Smíðar listflugvél í frístundum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. júní 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir var fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í áratug á meðan hún starfaði við dagskrárgerð á Stöð 2. Svo var hún rekin og breyttist í flugvélanörd. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Siggu í spjalli um háloftin, drauminn um að verða geimfari, strögglið við að haga sér eins og fullorðin manneskja og ýmislegt fleira.

Reiðistigið var skemmtilegast

Þó svo að vinnumissirinn hafi verið ákveðið áfall segir Sigga það hafa opnað á alls kyns nýjar leiðir og hugmyndir sem hún sá ekki áður.

„Ég vann á Stöð 2 heilan áratug og dvaldi meira í vinnunni heldur en heima hjá mér. Samt gat maður ekki tekið því sem vísu að halda vinnunni, þannig er bara fjölmiðlaumhverfið. Ég sá fólk hverfa frá störfum í uppsögnum, en mitt plan-B var alltaf að finna mér hlýjan frönskumælandi stað og dvelja þar í einhvern tíma. Mamma eyðilagði það plan auðvitað með fótbrotinu. Í staðinn lenti ég á Reykjavíkurflugvelli, sem er nú ekki eins hlýr, en dásamlegur staður samt.“

Nóttina eftir uppsögnina flaug Sigga til Þýskalands í tökur fyrir síðasta þáttinn sem hún vann á Stöð 2.

„Þetta var alveg glatað. Þarna stóð ég með uppsagnarbréfið í höndunum og þurfti að drífa mig heim til barnsins míns sem var með 40 stiga hita og engin barnapía í landhelginni. Ég gekk með hana um gólf þar til tvö um nóttina þegar maðurinn minn kom heim úr vinnuferð. Eftir tveggja tíma svefn vaknaði ég grátbólgin, komin með útbrot undir augun og fór út á flugvöll. Það er óhætt að segja að þarna hafi ég náð ákveðinni lægð í mínu lífi. Við tók einhvers konar sorgarferli. Ég var langhrifnust af reiðistiginu, það var skemmtilegast, en þetta var mikill tilfinningarússíbani.“

Hún ber fyrirtækinu þó vel söguna. „Þrátt fyrir að hópuppsagnir hafi riðið yfir reglulega var gott að vinna þarna og mórallinn yfirleitt góður. Umhverfið var lifandi og skemmtilegt og fólkið frábært. Mér fannst þess vegna ekki eins og ég væri að missa vinnuna, heldur líka að það væri verið að reka mig úr fjölskyldunni. Svo áttaði ég mig á að maður þarf ekki að vinna með fólki til að eiga í góðum samböndum. Það kom mér mest á óvart hvað ég var sjúklega sátt við að sleppa. Mér leið líka svo unaðslega vel í drullugallanum eftir tímann sem ég var uppstríluð fyrir framan myndavélina, enginn að segja manni að greiða hárið eða eitthvað. Reyndar varð þetta fullmikið þegar ég var farin að segja brandara um skrúfutegundir á mannamótum, og sagði mömmu í mjög löngu máli frá ótrúlega mögnuðu trikki til að þykktarhefla spýtur. Þá fattaði ég að fólk hefði kannski ekki jafnmikinn áhuga á þessu og ég.“

Höfnun og tækifæri

„Þrátt fyrr að það sé brjálæðisleg höfnun fólgin í því að vera rekin er ég í raun þakklát núna. Ég frétti til dæmis utan að mér þegar dóttir mín sagði sína fyrstu heilu setningu, hún var „mamma ekki hér, mamma vinna“. Ég var ekkert sérstaklega stolt af því. Við festumst svo gjarnan í vinnunni okkar, hún fyllir dagana og býr til daglega rútínu. Þegar þetta er tekið af okkur fer allt á hvolf. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti af mér að gera til að byrja með. Svo fór hausinn á milljón og það urðu til hugmyndir og pælingar sem hefðu aldrei fengið pláss ef ég hefði haldið áfram í vinnunni. Núna er ég ákveðin í því að koma mér aldrei aftur í þá stöðu að vinnan sé alfa og ómega í lífinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife