fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Celine Dion brotnaði saman á Billboard tónlistarhátíðinni

Tileinkaði René Queen lagið The Show Must Go On

Kristín Clausen
Mánudaginn 23. maí 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Celine Dion hélt hjartnæma ræðu í á Billboard tónlistarverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. En þetta er í fyrsta skiptið sem hún kemur opinberlega fram síðan eiginmaður hennar, René Angélil lést úr krabbameini fyrir fjórum mánuðum.

Celine tók á móti heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til tónlistarinnar en þetta er aðeins í fjórða skipti sem slík verðlaun eru afhent á hátíðinni. Tónlistarmennirnir sem hafa áður hlotið verðlaunin eru Neil Diamond, Stevie Wonder, Prince og Jennifer Lopez.

Áður en Celine tók á móti verðlaununum flutti hún ábreiðu af Queen slagaranum The Show Must Go On. Lagið tileinkaði hún René og út frá orðum hennar má túlka að nú taki við nýtt líf.

Elsti sonur Dion, René-Charles, kom móður sinni á óvart, þegar hann steig á svið og veitti henni verðlaunin. Eftir nokkur tilfinningaþrungin augnablik bað hún hann um að standa við hlið sér á meðan hún flutti þakkaræðuna. Þar sagði hún meðal annars:

„Ég vil vera sterk fyrir fjölskylduna mína. Þrátt fyrir að René sé farinn þá veit ég að hann vakir yfir mér og börnunum.“

Myndskeið af ræðu söngkonunnar má sjá hér fyrir neðan en ræðan hefst eftir 30 sekúndur:

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=m2VKgkjLKwM&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel