fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Unnsteinn Manúel um fordómana: „Mér finnst verst þegar það er þögn. Það er klassísk íslensk lending“

Unnsteinn Manuel segir að grípa þurfi til aðgerða til að tækla fordóma í íslensku samfélagi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 10:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fólk talar bara blátt áfram eins og það besta í heimi sé að vera Íslendingur. Fólk fattar ekki að ég er jafn hvítur og ég er svartur. Ég lít ekki á mig sem eitt eða neitt. Ég vil bara fá að vera friði með það hvernig ég lít út. Það er þessi hugsunarháttur sem þarf að laga. Fólk á að fá að vera stolt af því hvaðan það kemur, hver saga þess er. Við erum ekki í keppni um hver sé mesti Íslendingurinn,“ segir Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður í viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Pistill sem Unnsteinn skrifaði í vikunni vakti mikla athygli, en þar svaraði hann þeim sem fundu að því að hann væri stigakynnir Íslands í Eurovision í ljósi þess að hann er dökkur á hörund. Nokkur misgáfuleg ummæli voru látin falla þegar Unnsteinn birtist á skjám landsmanna, til dæmis þessi hér: „What. Á negri að vera andlit Íslands út á við? Svona svipað og Íslendingur væri andlit Kína út á við. […] Ætti að skipta þessum kynnir út fyrir Íslending.“

Sjá einnig:
„Ég nenni ekki að umræðan um að ég sé stigakynnir í Eurovision fari að snúast um það hvernig ég er á litinn“
Í viðtalinu í Fréttablaðinu ræðir Unnsteinn þessi mál meðal annars. Hann segir að áreitið sé vissulega alvarlegt en þó séu þetta fáir einstaklingar hér á landi sem stundi kynþáttaníð. Hann vill að stjórnmálamenn axli sína ábyrgð.

„Mér finnst verst þegar það er þögn. Það er klassísk íslensk lending. Þegar einhver fer út af sporinu á ættarmótinu verða allir meðvirkir og það er ekki hægt að ræða hlutina. Þá er líka hætta á að stjórnmálamenn notfæri sér ástandið og þegi gagngert til að halda möguleikanum opnum á að ala á útlendingahatri í leit að atkvæðum. Rétt eins og gerðist í Bretlandi í borgarstjórakosningum. Nema það sprakk í andlitið á þeim, sem er gott,“ segir hann og bætir við að grípa þurfi til aðgerða til að uppræta fordóma í samfélaginu.

„Það sem mér finnst verst núna er uppgangur múslimahatara sem eru að fara af stað með einhvers konar aktívisma. Það er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar að gera eitthvað. Það gengur ekki að múslimar fái morðhótanir og enginn segi neitt,“ segir hann meðal annars í viðtalinu

Hér má lesa viðtalið við Unnstein í Fréttablaðinu í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld