fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Hættir í The Voice í skugga kókaínfíknar

Beth Morris þótti sigurstrangleg í breska The Voice í ár

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 27. mars 2016 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Beth Morris, sem þótti sigurstrangleg í raunveruleikaþættinum The Voice sem sýndur er á BBC í Bretlandi, hefur hætt þátttöku í þáttunum. Beth var komin í átta manna úrslit þegar upp komst um kókaínneyslu hennar. Beth hefur nú stigið fram og viðurkennt að hún eigi við fíknivanda að stríða.

Beth, sem er 26 ára, var í liði bresku tónlistarkonunnar Palomu Faith og þótti hún einna líklegust til að bera sigur úr bítum í keppninni í ár. Átta manna úrslitin fóru fram í gærkvöldi, en nokkrum klukkustundum áður en þátturinn var sýndu spurðist út að Beth yrði ekki meðal þátttakenda. BBC sagði að ástæðurnar væru persónulegar. Í viðtali við breska blaðið Mirror í dag viðurkennir Beth þó að hún hafi glímt við fíknivanda undanfarin tvö ár.

„Mér þykir þetta leiðinlegt. Ég er fíkill. Ég hef valdið öllum sem koma að þættinum vonbrigðum. Fyrir tveimur árum áttaði ég mig á því að ég ætti í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu minnar. Ég notaði fíkniefni til að höndla betur ýmis vandamál í mínu einkalífi,“ segir hún. Mirror greinir frá því að hún hafi notað kókaín meðan á tökum á þættinum stóð en sjálf hafnar Beth því.

Í viðtalinu viðurkennir hún að hafa farið í meðferð vegna fíknar sinnar, en hún hafi fallið í kjölfarið. Brotthvarf Beth í gærkvöldi þýddi að tveir þátttakendur voru sendir heim í stað fjögurra. Hér að neðan má sjá myndband af því þegar Beth heillaði dómnefndina upp úr skónum fyrr í vetur.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=dEUyPPiK6og&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið