fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fókus

Sigurbirni var hótað brottrekstri úr vinnu ef hann léttist ekki

Þurfti að segja yfirmanninum hvað hann léttist mikið – Alvarlegt einelti endaði á borði lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. mars 2016 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var í grunnskóla var ég lagður í einelti í um þrjú ár. Það var það alvarlegt að það endaði hjá lögreglu. Maður hljóp heim úr skólanum og faldi sig á milli tíma. Helst vill maður ekkert muna eftir þeim tíma,“ segir Sigurbjörn Gunnarsson, þátttakandi í Biggest Loser Ísland á SkjáEinum. Sigurbjörn var þyngsti keppandinn sem tók þátt, eða 203 kíló.

Sigurbjörn segir í viðtalinu á mbl.is að yfirmaður hans hafi skipað honum að léttast, ella eiga á hættu að verða rekinn.
Skipað að léttast Sigurbjörn segir í viðtalinu á mbl.is að yfirmaður hans hafi skipað honum að léttast, ella eiga á hættu að verða rekinn.

Í viðtali sem birtist á mbl.is í dag segir Sigurbjörgn að hann hafi verið lagður í alvarlegt einelti á sínum yngri árum. Eineltið hélt áfram þegar Sigurbjörn var komin á vinnumarkað og segir hann að yfirmaður hans á sínum tíma hafi skipað honum að léttast, ella eiga á hættu að verða rekinn.

„Ég var með yfirmann sem sagði bara mjög einfaldlega: „Þú léttist eða þú verður rekinn“. Sigurbjörn segir að hann hafi þurft að mæta til yfirmanns síns einu sinni til tvisvar í mánuði þar sem hann upplýsti hann um hversu mörg kíló hann hefði misst þann mánuð.

Mér finnst ég vera fyrir, eigi ekki að vera þarna. En auðvitað veit ég að þetta er bara hausinn á mér

„Ef það var ekki nóg þá fékk ég bara að heyra það að ég væri bara aumingi, gæti þetta ekki og skyldi gera betur. Það fór út í það að ég fór að ljúga að honum og gerði það í hálft ár án þess að léttast – en alltaf hélt hann að ég léttist,“ segir Sigurbjörn og bætir við að þetta hafi verið erfiður tími.

Sigurbjörn segir að honum líði ekki vel innan um fólk. Áður en hann hóf keppni í Biggest Loser hafi hann varið frítíma sínum að megninu til í tölvunni. „Mér finnst ég vera fyrir, eigi ekki að vera þarna. En auðvitað veit ég að þetta er bara hausinn á mér. Það er kannski það sem ég þarf líka að laga. Þyngdin hjálpar ekki til,“ segir Sigurbjörn sem hefur skýr markmið. „Stefnan hjá mér er að verða 100 til 110 kíló.“

Biggest Loser Ísland verður á dagskrá SkjásEins í kvöld klukkan 20.00. Viðtalið á mbl.is má sjá í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu

Nýtt föruneyti – Að þessu sinni í leit að mat og menningu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 1 viku

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 1 viku

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“