fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fókus

Hlébarði særði sex

Réðst á fólk í skóla í Bangalore á Indlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex særðust við að reyna að klófesta hlébarða sem birtist skyndilega í skóla í borginni Bangalore í Indlandi á sunnudag. Um tíu tíma tók að handsama dýrið en á meðal þeirra sem særðust voru vísindamaður, myndatökumaður og starfsmaður skógræktar. Talið er að stofn hlébarða telji á bilinu 12 til 14 þúsund dýr í Indlandi en uppákomur sem þessar verða sífellt algengari, enda er sífellt þrengt að búsvæðum dýranna.

Hlébarðinn, sem spásseraði inn á skólalóðina í Vibgyor International School, var átta ára gamalt karldýr. Í tíu klukkustundir reyndu menn að króa dýrið af og deyfa. Þau áform báru loks árangur og var hlébarðinn fluttur út í skóg þar sem honum var sleppt. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna glöggt hvernig dýrið réðst á þá sem fyrir því urðu, en BBC greinir frá.

Skólinn er staðsettur í nágrenni skógar og þaðan er dýrið talið hafa komið. „Það var þrautin þyngri að ná honum. Jafnvel þó að hann hafi verið skotinn með deyfilyfi náðum við honum ekki fyrr en um korter yfir átta um kvöldið, þegar lyfið hafði náð fullri virkni,“ sagði lögreglumaðurinn S. Boralingaiah við fréttamenn.
Fólkið slasaðist ekki alvarlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír

Tilætlunarsöm dóttir gerir ráð fyrir að amman passi barnabörnin allar helgar – Á meðan er pabbinn stikkfrír
Fókus
Fyrir 5 dögum

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set

Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands flytur sig um set
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 1 viku

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna