fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Spurður hvort hann skipti aldrei um föt

Sævar Freyr, forstjóri 365, kemur úr efnalítilli fjölskyldu – Þurfti að neita sér um ýmislegt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. febrúar 2016 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar Sævars Freys Þráinssonar, forstjóra 365, lögðu mikla áherslu á vinnusemi og heiðarleika í uppeldinu og að það skipti máli að leggja hart að sér. Hann segir það hafa mótað sig mun meira heldur en þá staðreynd að fjölskyldan hafði lítið á milli handanna og þurfti stundum að neita sér um hluti sem öðrum þóttu sjálfsagðir.

„Ég man auðvitað alveg eftir erfiðum augnablikum, eins og þegar lá fyrir að ég kæmist ekki í ferðalög með skólafélögunum,“ viðurkennir Sævar. En þótt efnin væru lítil upplifði fjölskyldan sem betur fer aldrei skort. „Ég borðaði reyndar aðeins meira slátur en mig langar að muna og ég get ekki enn borðað slátur í dag,“ segir hann og skellir upp úr. „Við fengum heldur ekki páskaegg. Það var frekar bökuð kaka á páskadag og það þótti alveg frábært.“

Sævar upplifði þó aldrei öfundsýki í garð félaga sinna sem fengu meira en hann. Segist hann einfaldlega ekki vera þannig gerður. Það er samt eitt atvik sem situr í honum, þar sem hann fann fyrir því á eigin skinni að fjölskyldan hafði lítið á milli handanna.

„Ég var að detta í unglingsárin og var svo heppinn að vinna íþróttagalla í happdrætti hjá knattspyrnudeild ÍA. Svo gekk ég bara í íþróttagallanum nánast alla daga því mér þótti svo vænt um hann. Á þessum tíma var ég aðeins farinn að veita hinu kyninu athygli og vildi auðvitað að stelpurnar sæju mig líka. Svo einhvern tíma í frímínútum komu nokkrar stelpur til mín, sem eru mjög góðar vinkonur mínar í dag, og spurðu hvort ég skipti aldrei um föt. Ég svaraði því þannig að ég ætti tvo íþróttagalla. Þetta var mín leið til að líta vel út. Ég átti ekki mikið af fötum og þarna rann það svolítið upp fyrir mér. Þetta með skólaferðalögin sat ekki í mér, ekki nema rétt augnablikið þegar ég fékk fréttirnar um að ég gæti ekki farið með. En þetta sat í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs