fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Modern Family stjarna lögsótt vegna frystra fósturvísa

Fyrrum unnusti Sofiu Vergara vill fá 100 % forræði yfir fósturvísunum

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 7. desember 2016 20:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sofia Vergara fékk heldur óvenjulega stefnu í vikunni og það frá sínum eigin fósturvísum sem eru í frysti. Eggin voru frjóvguð með sæði fyrrum unnusta hennar, Nick Loeb, árið 2013 en þau hættu saman ári síðar.

Nick vill fá aðgang að fósturvísunum og láta staðgöngumóður ganga með „börnin“ sem hann hefur nú þegar gefið nöfnin Isabella og Emma.

Málið fer fyrir dóm í Louisiana en þar er til sérstök löggjöf þegar kemur að frystum fósturvísum. Nick segir að með því að láta ekki reyna á það að hvort fósturvísarnir skapi líf þá verði þau af stórum arfi. Þess vegna ætti að leyfa fósturvísunum að lifa svo þeir geti erft foreldra sína. Þetta segir í stefnunni samkvæmt frétt Daily Mail um málið.

Árið 2013 fór Vergara í tvær misheppnaðar glasameðferðir en upphaflega átti parið fjóra fósturvísa. Hún ákvað að fara ekki í fleiri meðferðir og í framhaldinu hættu þau saman.

Bæði undirrituðu pappíra eftir skilnaðinn sem segir að hvorugt þeirra megi nota fósturvísana nema með samþykki frá hinum aðilanum.

Stefan sem Vergara fékk í vikunni er þó annars eðlis en þar krefst Nick þess að fá 100 prósent forræði yfir fósturvísunum. Hann vill láta á það reyna að staðgöngumóðir gangi með börnin og vill að Vergara verði réttindalaus gagnvart þessar ákvörðun sinni.

Í tilkynningu frá Vergara, sem gekk nýverið að eiga leikarann Joe Manganiello, segir að hún trúi því að börn þurfi að alast upp með móður sinni og eigi rétt á því að fæðast inn í fjölskyldu þar sem foreldrarnir elska hvort annað. Það eigi ekki við um hana og Loeb. Að því sögðu sagði hún að pappírarnir sem þau undirrituðu árið 2013 standi og hún hafi ekkert frekar um málið að segja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“