fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Youtube-stjarna kyssir íslenska stelpu á Tinder-stefnumóti

Will Carmack reynir að svara því hvort íslenskum stelpum farnist vel að kyssa

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. desember 2016 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Youtube-stjarnan Will Carmack er á Íslandi og bætir myndböndum af landi og þjóð í sarpinn á Youtube. Þegar þetta er skrifað hefur Carmack, sem hefur um 50 þúsund áskrifendur á Facebook, birt tvö myndbönd frá Íslandi.

Carmack hefur um 50 þúsund áskrifendur.
Vinsæll Carmack hefur um 50 þúsund áskrifendur.

Þessum unga sjarmör þykir greinilega nokkuð til Íslands koma en í nýjasta myndbandinu fer hann á stefnumót við íslenska stelpu. Þau fá sér ís saman og tilla sér svo niður á bekk í miðbænum. Á þeirri stundu brýst fram þörf hans til að komast til botns í því hvort íslenskar stelpur séu góðar í að kyssa.

Hann sannfærir stúlkuna um að láta vaða – í vísindaskyni að sjálfsögðu. Þau kyssast snögglega og gefa kossinum því næst einkunn. „Ég held að eitt það brjálaðasta sem ég hef á ævinni gert var að fara á Tinder-stefnumót á Íslandi,“ skrifar hann við myndbandið á Facebook. Stúlkan virðist sama sinnis. „Þetta var mögulega skrýtnasta kvöld lífs míns. Will Carmack thanks for a very strange date?“ skrifar stúlkan á Facebook en myndbandið er bæði létt og skemmtilegt.

Myndböndin eru tvö en í öðru þeirra heimsækir hann Hallgrímskirkju og Hvalasafnið, svo eitthvað sé nefnt. Þá verður hús Hrafns Gunnlaugssonar á vegi hans.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=wILQGfZVhSs&w=560&h=315]

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=NDiumGHYNSs&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið