Brá á leik á Alþingi
Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata, tekur sæti á Alþingi í dag í fjarveru Gunnars Hrafns Jónssonar sem kominn er í veikindaleyfi.
Viktor Orri ákvað að bregða á leik í sal Alþingis í dag og birti meðfylgjandi færslu á Facebook-síðu sinni. „Var beðinn um að taka sæti á Alþingi í dag…,“ sagði Viktor og birti svo mynd á sér með stól úr fundarsal Alþingis í fanginu. Grínið útskýrir sig sjálft en færsluna skemmtilegu má sjá hér að neðan.