fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Portman fær verðlaun fyrir túlkun sína á Jackie

Critics’ Choice-verðlaunin afhent

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 14. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Critics’ Choice-verðlaunin voru veitt dögunum, en þau þykja gefa góða vísbendingu um það hverjir eru líklegir til að keppa um Óskarinn. Úrslitin komu ekki á óvart.

Natalie Portman var valin besta leikkonan fyrir túlkun sína á Jacqueline Kennedy Onassis í Jackie. Leikkonan hefur fengið gríðarlega góða dóma fyrir túlkun sína á forsetafrúnni fyrirverandi. Öruggt er talið að hún verði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leikinn og margir veðja á að hún muni hreppa verðlaunin.

Söngvamyndin La La Land var tilnefnd til 12 verðlauna og vann til 8, þar á meðal var hún valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og handrit. Emma Stone og Ryan Gosling fara með aðalhlutverkin í þeirri mynd. Ásamt henni voru Moonlight og Manchester By The Sea myndir sem veðjað hafði verið á sem sigurstranglegar.

Mahershala Ali fékk verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki í Moonlight og leikarahópur myndarinnar var valinn sá besti. Casey Affleck var valinn besti leikarinn fyrir leik sinn í Manchester By The Sea og Lucas Hedges var valinn besti ungi leikarinn fyrir leik sinn í myndinni. Meryl Streep var valin besta leikkonan í gamanhlutverki í Florence Foster Jenkins en þar fer hún á kostum í hlutverki ríkrar konu sem þráir að verða óperusöngkona þrátt fyrir enga hæfileika. Ryan Reynolds var valinn besti leikari í gamanhlutverki í Deadpool sem var einnig valin besta gamanmyndin.

Meðal annarra sigurvegara má nefna að The People vs O.J. Simpson var kosin besta sjónvarpsserían og Courtney B. Vance, Sarah Paulson og Sterling K. Brown fengu verðlaun fyrir leik sinn í þáttunum. The Voice var valinn besti raunveruleikaþátturinn og besti spjallþátturinn var The Late Late Show with James Corden. Krúnuleikarnir voru síðan besta dramaserían.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“