fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Sigga lýsir neikvæðri reynslu af Landspítalanum: „Það var ekki hlustað á okkur“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. desember 2016 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig hefur oft langað að segja þessa sögu enda heyrir maður ítrekað svipaðar frásagnir þar sem óskir móður eru hreinlega hunsaðar. Það munaði bara hársbreidd að illa færi,“ segir söngkonan ástsæla Sigríður Beinteinsdóttir, sem landsmenn þekkja sem Siggu Beinteins. Í opinskáu viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði MAN talar hún um upplifun hennar og sambýliskonu hennar, Birnu Maríu, af samskiptum við starfsfólk fæðingardeildar LSH þegar tvíburar þeirra komu í heiminn fyrir fimm árum síðan, en sú upplifun er ekki jákvæð.

Sigga var 49 ára gömul þegar börnin komu í heiminn. „Ég er handviss um að ég hefði átt auðveldara með þetta 29 ára en 49 ára,“ segir Sigga en börnin sváfu lítið fyrstu fjögur æviárin,“ segir Sigga og bætir við að réttilega ætti hún að vera amma barnanna „miðað við normið.“

Birna var hætt komin af meðgöngueitrun og á sínum tíma gekk illa að koma börnunum í heiminn. á tímabili var ástandið tvísýnt að sögn Siggu.

„Birna vissi allan tímann að það var eitthvað ekki eins og það átti að vera og sór og sárt við lagði að sama hvað hún rembdist þá væri allt fast. Það var ekki hlustað á okkur. Birna mín og börnin mín tvö voru hætt komin á þessum tímapunkti. Birna aðframkomin og ráðaleysi ríkti á fæðingardeildinni,“ segir Sigga og lýsir því næst viðmóti starfsfólks spítalans.

„Þegar þarna var komið við sögu spurði ég hvort það væri ekki tímabært að taka börnin með keisara. Svarinu sem við fengum þá mun ég aldrei gleyma: „Það kostar milljón að opna skurðstofuna og það verður ekki gert.“

Viðtalið við Siggu má finna í heild sinni í MAN sem kemur í verslanir í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig