fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Kom heim síðhærður róttæklingur

Tók afstöðu með Ho Chi Minh

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. nóvember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umróti eftirhrunsáranna varð hér á landi mikil vakning í pólitískri þátttöku. Fjöldi fólks sem fram til þess hafði ekki látið sér til hugar koma að skipta sér af stjórnmálum reis upp frá eldhúsborðum hér og þar og ákvað að láta til sín taka. Ný stjórnmálasamtök voru stofnuð, sum hver hafa þegar lognast út af, og framboðið varð töluvert meira en eftirspurnin, ef svo má að orði komast. Í huga margra virtist það vera ákveðinn gæðastimpill að hafa aldrei komið nálægt pólitík áður, að ganga beint inn í framboð eða í flokksstarf, hvítþveginn og án allra fyrri pólitískra synda. En ekkert af þessu á við um elsta þingmanninn sem náði kjöri á Alþingi í síðustu þingkosningum, Ara Trausta Guðmundsson.

Ari Trausti lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1968 og hélt til náms í jarðvísindum við Óslóarháskóla strax sama haust. Þar varð hann fyrir miklum áhrifum af því pólitíska andrúmslofti sem var ríkjandi á þeim tíma. „Minn útskriftarárgangur í MR var óskaplega lítið pólitískur. Það voru svo sem einhverjir málfundir þar sem menn rifust um her í landi og slíkt. Ég tók hins vegar ekki þátt í þessu, ég var frekar í menningargeiranum. Svo kom ég út. Þá varð innrásin í Tékkóslóvakíu, það var Víetnamstríð og ’68-bylgjan að verða til. Allt þetta hafði þau áhrif að róttækni mín jókst og ég fór að lesa ýmislegt, hvort það voru nú Marx og Engels eða róttækir sálfræðingar eða Herbert Marcuse og nýir heimspekingar, Sartre, existensíalisminn og hvað eina. Mínir kunningjar sem útskrifuðust úr MR, þetta hafði áhrif á þá. Mjög mikil á suma, aðrir náttúrlega breyttust ekki neitt, en ég myndi segja að meirihluti þeirra sem í það minnsta fór út í heim varð samfélagslega sinnaður.“

Kom heim síðhærður með róttækar skoðanir

„Maður tók afstöðu með Tékkum og Dubcek en ekki með Brezhnev og Sovétmönnum, maður tók afstöðu með Ho Chi Minh en ekki Nixon og svo framvegis. Landhelgisdeilan er líka yfirstandandi á þessum tíma og við stúdentar í Ósló vorum öflugir í stuðningi við landhelgisútfærslurnar. Þá var Evrópusambandsaðild Noregs á döfinni, við tókum þátt í og börðumst gegn aðild við fyrri aðildarkosningarnar 1972. Allt hafði þetta mikil áhrif á mig, ég ferðaðist líka talsvert því þarna var maður kominn í aðstöðu til þess og varð mjög alþjóðlega sinnaður.
Niðurstaðan varð sú að ég færðist frá því að vera ópólitískur náungi, vatnsgreiddur og með lakkrísbindi í jakkafötum, eins og sjá má á mynd af mér þegar ég var að fara út til náms, yfir í að verða síðhærður strákur með svakalega róttækar skoðanir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það

Fólk trúir honum ekki þegar hann segist vera með Ozempic typpi – Segir þetta sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins