fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Jackie Chan fékk Óskarsverðlaun í gær

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. nóvember 2016 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hasarmyndahetjan Jackie Chan fékk Óskarsverðlaun afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í gærkvöldi. Chan, sem er fæddur í Hong Kong, er 62 ára og spannar blómlegur ferill hans 50 ár og rúmlega 200 kvikmyndir.

Verðlaunin sem um ræðir eru einskonar heiðursverðlaun sem bandaríska kvikmyndaakademían veitir á ári hverju. Tilkynnt var um það í september síðastliðnum að Chan fengi verðlaunin að þessu sinni sem veitt eru á hinni svokölluðu Governors Awards-hátíð. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa skarað fram úr á sínu sviði en aldrei hlotið náð fyrir augum akademíunnar á stóru hátíðinni, sjálfri Óskarsverðlaunahátíðinni.

Jackie Chan er goðsögn í lifanda lífi meðal aðdáenda slagsmálamynda, en þær hafa jafnan ekki beint átt upp á pallborðið hjá akademíunni. Chan er einna þekktastur á Vesturlöndum fyrir myndir á borð við Rush Hour og Shanghai Noon, slagsmálamyndir með gamansömu ívafi. Á síðustu árum hefur hann einkum leikið í myndum í sínu heimalandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?