„Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“
Þessari spurningu varpar Ingó veðurguð fram á Facebook-síðu sinni. Hann greinir frá því að Jón Jónsson hafi óskað eftir að fá að spila á hátíðinni en fengið neitun. Hátíðinni lauk í gær og þótti takast einstaklega vel. Nútíminn fjallaði um málið og fékk það staðfest að Jón sótt um. Tók hann fram að hann væri þó ekki ósáttur. Það sama er ekki hægt að segja um félaga hans, Ingólf Þórarinsson, betur þekkur sem Ingó veðurguð.
Grímur Atlason skipuleggjandi ræðir við Nútímann og segir: „Við ætlum ekki að fara að munnhöggvast við Ingó Veðurguð“. Ingólfur segir ljóst að Ingó sé ekki nógu „hipp og kúl“ fyrir hátíðina.
„Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“
Á meðan Ingó veðurguð skammast yfir valinu er Jón Jónsson á Flórída og segir í samtali við Vísi að hann taki ákvörðun Gríms alls ekki nærri sér. Jón hefur þetta um málið að segja:
„Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta.“