fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Gísli Ásgeirsson og Hildur Lilliendahl spiluðu úrslitaleikinn

Vilhjálmur með stigahæsta orðið – Hildur það dónalegasta

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 7. nóvember 2016 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmótið í Skrafli fór fram nú um helgina í bókasafni Menntaskólans í Reykjavík. Sautján þátttakendur mættu til leiks og spilaðar voru tíu umferðir.

Úrslit réðust í síðustu umferð og spiluðu Gísli Ásgeirsson og Hildur Lilliendahl úrslitaleikinn. Gísli sigraði 455 – 366 og munaði þar miklu um sjöstafa-niðurlögnina KANKAÐU. Við það féll Hildur niður í þriðja sætið og Benedikt G. Waage tók annað sætið. Þetta kemur fram í skeyti fá aðstandendum mótsins, Skraflfélagi Íslands.

Efstu fimm voru eftirfarandi:

  1. Gísli Ásgeirsson (7 sigrar – 3 töp; markatala +824)

  2. Benedikt G. Waage (7 sigrar – 3 töp; markatala +226)

  1. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir (7 sigrar – 3 töp; markatala +187)

  2. Una Björg Jóhannesdóttur (7 sigrar – 3 töp; markatala -37)

  3. Steinþór Sigurðsson (6 sigrar – 4 töp; markatala +456)

Gísli Ásgeirsson átti flestar sjöstafa-niðurlagnirnar, alls nítján talsins. Hann átti líka hæsta leikinn 660 stig. Vafasömustu niðurlögnina átti Vilhjálmur Þorsteinsson, en hann lagði niður orðið HÓTGIRNI – en það var einnig stigahæsta orð mótsins 116 stig.

Úr vöndu var að ráða þegar dónalegasta orðið var verðlaunað. Tveir leikmenn lögðu niður orðið NÁRIÐILL en það var talið á mörkum þess að vera dónalegt eða hreinlega ógeðslegt. Að lokum var ákveðið að verðlauna Hildi fyrir ákveðinn stöðugleika í niðurlögnum á dónaorðum. Hún lagði orðin MELLA og HÓRa niður í næstsíðasta leik sínum og fylgdi því svo á eftir með orðunum SKUÐ og BELLI í úrslitaviðureigninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig