fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Erlend fyrirsæta sögð svalasti embættismaður landsins

„Þessi tvífari minn virðist ekki vera sérstakur aðdáandi þess að klæðast fötum“

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eflaust þörf á að hressa upp á ímynd embættismanna hérlendis enda langt í frá einsleitur hópur. Það er hins vegar algjör óþarfi að erlendur tvífari minn taki að sér það hlutverk,“ segir Guðmundur Sigbergsson, starfandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, í samtali við DV. Guðmundi svelgdist hressilega á kaffisopanum í gærmorgun þegar að vinir og kunningjar fóru að senda honum ábendingar um frétt á heimasíðu fjölmiðlamannsins Eiríks Jónssonar, sem bar yfirskriftina „Töff embættismaður“. Þar var ætlunin að Guðmundur væri umfjöllunarefnið.

Starfandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans hrökk við þegar „hann“ birtist fáklæddur í frétt á heimasíðu Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns.
Guðmundur Sigbergsson Starfandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans hrökk við þegar „hann“ birtist fáklæddur í frétt á heimasíðu Eiríks Jónssonar fjölmiðlamanns.

Í fréttamolanum sést karlmaður ber að ofan í baði ásamt fjórfættum vini sínum. Viðfangsefni myndarinnar er fagurlega flúrað og segir Eiríkur að þarna sé á ferðinni skýrt dæmi um mann sem hugsi út fyrir boxið og sé ekki ímynd hins látlausa embættismanns. „Við lifum á nýjum tímum – líka í Seðlabankanum,“ segir Eiríkur í innblásnum pistli.

Staðreyndin er hins vegar sú að myndin er af erlendri fyrirsætu sem vinnufélagar í Seðlabankanum ráku augun í og bentu réttilega á að væri sláandi lík Guðmundi. „Þau höfðu gaman af og í gríni setti ég þessa mynd á Facebook-síðu mína í nokkra daga fyrir tveimur árum. Ég þurfti í kjölfarið að svara fjölmörgum spurningum um hvort að ég hefði virkilega látið húðflúra mig. Vinir mínir sáu ekki í gegnum þetta,“ segir Guðmundur, sem státar hvorki af húðflúri né á hann hund.

Hann hafði gleymt þessu vinnustaðargríni þegar umfjöllun Eiríks skaut allt í einu upp kollinum. „Hann hefði kannski alveg getað sent manni línu í stað þess að stela Facebook-mynd. Ég veit ekki hvar maðurinn gróf þetta upp en það er nokkuð skondið að menn séu enn að glepjast tveimur árum síðar. Ef ég horfi til baka þá er ljósi punkturinn sá að ég skyldi velja þessa mynd. Þessi tvífari minn virðist ekki vera sérstakur aðdáandi þess að klæðast fötum,“ segir Guðmundur og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“