fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Shannen Doherty skellti sér í ræktina daginn eftir lyfjameðferð

Kristín Clausen
Laugardaginn 8. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær deildi leikkonan Shannen Doherty því með fylgjendum sínum á Instragram að í stað þess að leggjast undir sæng, líkt og hana langaði mest til að gera, dreif hún sig í ræktina daginn eftir erfiða lyfjameðferð.

Shannen sem er 45 ára var í bílnum á leiðinni í ræktina þegar hún setti myndskeiðið á Instagram. Hún segist trúa að það skipti gríðarlega miklu máli að halda líkamanum á hreyfingu á sama tíma og hann glímir við alvarleg veikindi.

Líkt og áður hefur komið fram greindist Shannen með brjóstakrabbamein árið 2015. Í ágúst greindi hún frá því að krabbameinið væri búið að dreifa sér í eitla og hún þyrfti því að byrja í nýrri geisla- og lyfjameðferð.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=BXIJ6PC4D1Q&w=560&h=315]

Shannen segir í myndskeiðinu að henni líði ekkert alltof vel líkamlega. Hún hafi fundið fyrir ógleði, væri með verki, roða og mjög þrútin í andlitinu vegna steragjafar. Allt eru þetta hliðarverkanir krabbameinsmeðferðarinnar.

Ásamt myndinni sem birtist hér að ofan skrifaði Shannen að eftir erfiðan dag hefði hún tröllatrú á því að hreyfingin hjálpaði líkama hennar að losna við eiturefnin.

Lætur erfiða meðferð ekki stoppa sig
Sátt eftir æfinguna Lætur erfiða meðferð ekki stoppa sig

Mynd: Instragram síða Shannen Doherty

Þá segir hún að krabbameinið hafi gefið sér nýja sýn á lífið. „Ég hef séð góða vini hverfa og ókunnugt fólk koma okkur til aðstoðar. Lífið er núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar