fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Engin vinslit hjá Chelsea og Ivönku

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 8. október 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea Clinton, dóttir Hillary og Bills Clinton, er afar virk í kosningabaráttu móður sinnar og mætir í spjallþætti til að mæra hana. Á dögunum mætti hún í sjónvarpsþátt Seth Meyers og hrósaði móður sinni vitanlega í hástert. Spurð hvað hefði verið mest spennandi við að búa í Hvíta húsinu í forsetatíð föður síns svaraði hún því til að feluleikir hefðu verið það sem henni hefði þótt skemmtilegast. Hún nefndi þrettán ára afmæli sitt í því sambandi en þá mættu allir vinir hennar í Hvíta húsið og fóru í feluleik og villtust margir í hinum ýmsu afkimum þessa stóra húss.

Chelsea mætti einnig í spjallþáttinn The View og ræddi um vináttu sína við Ivönku Trump, dóttur Donalds Trump. Hörð orð og grimmileg hafa fallið milli Hillary Clinton og Donalds Trump en dæturnar láta það ekki raska ró sinni. „Ég ber afar mikla virðingu fyrir Ivönku,“ sagði Chelsea. Hún sagði þær eiga mjög margt sameiginlegt, þær hafi lengi verið vinkonur og muni halda því áfram. Chelsea er 36 ára og börn hennar tvö eru tveggja ára og þriggja mánaða. Ivanka á þrjú ung börn. Chelsea sagði að sér þætti einnig afar vænt um eiginmann Ivönku og börn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Fyrir 3 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást

Vikan á Instagram – Ekki opinn fyrir skyndikynnum heldur bíður eftir alvöru ást
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla