fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Dó nokkrum andartökum eftir að þessi mynd var tekin

Lést í hjólreiðaslysi 100 metrum frá heimili sínu

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. október 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekkill konu sem lést í reiðhjólaslysi í ágúst hefur krafist þess að lög um að skylda hjólreiðamenn til að nota hjálma verði samþykkt sem allra fyrst. Markmiðið er að að fækka höfuðmeiðslum, krónískum sjúkdómum, örkumlun og og dauðsföllum af völdum höfuðáverka í tengslum við hjólreiðar.

Datt af hjólinu

Þann 19. ágúst síðastliðinn var Carmen Greenawy, sem var 41 árs, á heimleið úr afmælisveislu móður sinnar þegar hún hjólaði á ójöfnu í götunni með þeim hörmulegu afleiðingum að hún datt af hjólinu en höfuðkúpan brotnaði þegar óvarið höfuðið skall í götuna.

Carmen sem var tveggja barna móðir var aðeins tæplega 100 metra frá heimili sínu þegar slysið varð. Hún var flutt á nærliggjandi sjúkrahús þar sem hún lést 6 dögum síðar.

Sjálfa sem Carmen tók á símann sinn aðeins nokkrum sekúndum áður en slysið var sýnir brosandi, hjálmlausa og afslappaða konu njóta lífisns.

Ekkill Carmen, Rufus Greenway, segir í samtali við The Indipendent að konan hans hafi verið öruggur hjólreiðamaður.

Hann segir jafnframt að hún hafi líklega aldrei hugsað út í að kaupa sér hjálm þar sem það tíðkaðist ekki eða hafi einfaldlega ekki talið sig þurfa að nota hann.

Tók næsta flug heim

Rufus, sem var í Rússlandi þegar hann frétti af slysinu, tók næsta flug heim og var við hlið eiginkonu sinnar þar til hún lést.

Hann segir að hún hafi ekki verið að taka sjálfu á þeirri stundu þegar slysið varð.

Carmen lést í hjólreiðaslysi
Síðasta fjölskyldumyndin Carmen lést í hjólreiðaslysi

„Eiginkona mín var dásamleg. Hún og við gerðum okkur enga grein fyrir hættunni sem getur fylgt því að vera ekki með hjálm.“

Rufus vill að lögunum í Bretlandi verði breytt í samræmi við löggjöfina á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu en þar eru hjólreiðamenn skyldaðir til að nota hjálma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Í gær

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar