fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Biggi lögga: Mér finnst gleymast að Arna Ýr var að keppa á heimsmeistaramótinu í hégóma

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 26. október 2016 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sorrý, ég ætla ekki að vera leiðinlegi gæinn en ég verð að segja að mér finnst vera smá þversögn í þessu fegurðarsamkeppnisflóttamáli. Flott hjá Örnu að taka ekki svona kjaftæði, ekki spurning. Go Arna! Mér finnst það samt aðeins gleymast að hún var engu að síður að keppa á heimsmeistaramótinu í hégóma.“

Þetta segir Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, í pistli sem hefur vakið gríðarlega athygli. Í pistlinum tætir Biggi lögga fegurðarsamkeppnir í sig.

Mynd: http://arnayrjons.com/

Þátttaka Örnu í Miss Grand International, fegurðarsamkeppninni hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og erlendis. Arna Ýr tilkynnti sem kunnugt er að hún væri hætt keppni vegna athugasemda um holdafar sitt frá forsvarsmönnum keppninnar. Þegar Arna Ýr dró sig úr keppni sagðist standa upp fyrir sjálfri sér, öllum konum og íslensku þjóðinni. „Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utaná mér til þess að vera flott uppi á sviði. Ég er hætt.“

Vakti þetta allt mikla athygli og bendir Biggi lögga á í pistli sínum að mesta hafaríið hafi átti sér stað á kvennafrídaginn. Biggi lögga segir:

„Á sama degi og þúsundir kvenna lögðu niður störf og kröfðust launajafnréttis var frétt dagsins af Íslandsmeistaranum í standard flokki í kvenlegri fegurð sem fékk nóg eftir að hafa verið sagt að hún væri of feit. Það er kannski pínu táknrænt.“

Þá segir Biggi lögga enn fremur:

„Á meðan við njótum „það er varið að tala um Íslending í útlöndum“ mómentsins þá verðum við líka horfa á stóru myndina. Reyna að meðtaka það sem skiptir í raun aðal máli í þessari umræðu. Það er að þessar keppnir eru gjörsamlega samfélagsskemmandi fyrirbæri! Á meðan við berjumst fyrir því að einstaklingurinn sé EKKI metinn af kynfærunum einum saman þá stillum við limlausa kyninu upp á sýningarpalla og gefum því einkunn fyrir útlit og gang. Vel gert samfélag. Vel gert.“

Að réttlæta fegurðarsamkeppni með auknu sjálfstrausti keppandans er samt álíka gáfulegt og að réttlæta heróín með vellíðunartilfinningu neytandans.

Biggi segir að hann geri sér grein fyrir að einstaka konur muni segja að þær hafi dregið lærdóm á því að keppa í fegurð og það aukið sjálfstraust þeirra. Það segi sig hins vegar sjálft að það auki sjálfstraust stúlkna að fá rétt til að keppa í fegurðarsamkeppnum á meðan „slík fyrirbæri fá að setja staðlana á fegurð.“

„Að réttlæta fegurðarsamkeppni með auknu sjálfstrausti keppandans er samt álíka gáfulegt og að réttlæta heróín með vellíðunartilfinningu neytandans. Þessum „keppnum“ er viðhaldið með því að sá fræjum óöryggis hjá ungum stúlkum,“ segir Birgir.

„Kannski var þessi uppákoma í Vegas bara salatblaðið sem fyllti diskinn hjá Örnu. Það er gott. Megi það gerast hjá fleirum,“ segir Birgir og endar pistil sinn á þessum orðum: „

Nú skulum við nota tækifærið og halda áfram að gera það sem við vorum á góðri leið með fyrir örfáum árum. Það er að mölva þennan glerskó sem fegurðarsamkeppnir eru. Þá geta konur hætt að höggva af sér hælinn og farið að ganga í skóm sem eru sniðnir fyrir þeirra eigin fætur. Þannig komumst við pottþétt hraðar í áttina að fullu jafnrétti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“