fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Tók sjálfsvígið upp á myndband

Sjáðu hinstu stund Max sem var með beinkrabba á lokastigi

Kristín Clausen
Sunnudaginn 23. október 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem hafði um árabil barist við banvænt beinkrabbamein og þær illviðráðanlegu kvalir sem sjúkdóminum fylgja tók sitt eigið líf þann 28. júlí 2014.

Max Bromson var 66 ára þegar hann tók þessa stóru ákvörðun. Max sem var búsettur í borginni Adelaide í Ástralíu var í faðmi nánustu fjölskyldu sinnar á mótel-herbergi í borginni á meðan hann lognaðist út af og lést eftir að hafa tekið inn banvæna blöndu af róandi- og svefnlyfjum.

Hinsta stundin

Síðastliðinn miðvikudag, rúmum tveimur árum eftir andlátið, birtu aðstandendur Max myndband af hans hinstu stund, með því markmiði að koma af stað umfjöllun um líkardráp. Max var ötull talsmaður líknardráps og barst af miklum ákafa fyrir málstaðinn áður en hann lést.

Líkt og í flestum löndum í heiminum er líknardráp, eða sjálfsvíg með aðstoð læknis, ólöglegt í Ástralíu.

Í myndbandinu sem birtist hér að neðan heyrist einn fjölskyldumeðlinum segja, „Ég elska þig vinur,“ á meðan Max drekkur blönduna sem honum þykir nokkur bitur á bragðið. Þá kemur annar náinn aðstandandi og réttir honum glas sem virðist innihalda viskí eða eitthvað annað sterkt áfengi sem var í uppáhaldi hjá Max.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Cnolvv7_DBc&w=560&h=315]

Systir Max, sem heitir Kerry, segir að þau hafi ákveðið að taka sjálfsvígið upp á myndband þar sem þau vissu að viðamikil lögreglurannsókn myndi fara fram í kjölfarið þar sem það er sömuleiðis ólöglegt að aðstoða við sjálfsvíg.

Voru til staðar

„Við gerðum ekkert til að aðstoða hann við sjálfsvígið en að sama skapi vorum við til staðar fyrir hann þar sem við elskuðum hann.“

Þetta segir Kerry sem hafði rétt fyrir sér um viðamikla rannsókn en henni lauk ekki formlega fyrr en í byrjun vikunnar.

Max fékk fyrst áhuga á líknardrápi eftir að hann greindist með beinkrabbamein. Þá hafði hann tjáð sig um málefnið í fjölmiðlum og kvaðst sjálfur vilja taka ákvörðun um það hvernig og líka hvenær væri kominn tími á að deyja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig