fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Leiddir inn í heim InnSæis

Fjölmargir gestir sáu frumsýningu InnSæis um helgina

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 11. október 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildamyndin InnSæi, eða The Sea Within, eftir Kristínu Ólafsdóttur og Hrund Gunnsteinsdóttur, var sýnd fyrir fullu húsi í Háskólabíói um helgina.

Í kynningu um myndina á vef Bíó Paradísar segir að nýir tímar kalli á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi muni bjóða áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar sem lætur engan ósnortinn.

Þá segir að í bland við persónulega reynslu sögumannsins, Hrundar Gunnsteinsdóttur, komi fram í myndinni heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis: Heim endalausra möguleika, sjálfsþekkingar, samkenndar og ímyndunarafls. – Veröld sem við erum að missa tengingu við í hraða og áreiti nútímasamfélagsins.

Myndin var heimsfrumsýnd í Berlín í sumar og var hún í kjölfarið sýnd í yfir 30 kvikmyndahúsum í Þýskalandi. Myndin var frumsýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi og verður hún sýnd þar fram á föstudag.

Hér eru þær Kristín og Hrund með Högna Egilssyni, sem oftast er kenndur við Hjaltalín. Högni syngur titillag myndarinnar en Úlfur Eldjárn sér að öðru leyti um tónlistina.
Tók þátt í verkefninu Hér eru þær Kristín og Hrund með Högna Egilssyni, sem oftast er kenndur við Hjaltalín. Högni syngur titillag myndarinnar en Úlfur Eldjárn sér að öðru leyti um tónlistina.
Þorsteinn Hjaltested mætti galvaskur á frumsýninguna og er fyrir miðri mynd. Þorsteinn var skattakóngur Íslands 2010 og 2011. Fyrir aftan hann er Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu.
Skattakóngur Þorsteinn Hjaltested mætti galvaskur á frumsýninguna og er fyrir miðri mynd. Þorsteinn var skattakóngur Íslands 2010 og 2011. Fyrir aftan hann er Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu.
Andri Snær Magnason, sem bauð sig fram í embætti forseta Íslands í sumar, mætti með konu sinni, Margréti Sjöfn Torp.
Fyrrverandi forsetaframbjóðandi og frú Andri Snær Magnason, sem bauð sig fram í embætti forseta Íslands í sumar, mætti með konu sinni, Margréti Sjöfn Torp.
Gæti óperusöngvarinn ástsæli, Kristján Jóhannsson, verið að segja. Við hlið hans stendur eiginkona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir.
La vita è bella! Gæti óperusöngvarinn ástsæli, Kristján Jóhannsson, verið að segja. Við hlið hans stendur eiginkona hans, Sigurjóna Sverrisdóttir.
Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, mætti á frumsýninguna með sinni glæsilegu eiginkonu, Birnu Rún Gísladóttur.
Létu sig ekki vanta Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar, mætti á frumsýninguna með sinni glæsilegu eiginkonu, Birnu Rún Gísladóttur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“