fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

„Þorsteinn Sæmundsson er reyndar það sama fyrir stjórnmál og Toro pakka-bernaise er fyrir sósur“

Atli Fannar Bjarkason ristjóri skaut fast í fyrsta innslaginu sínu hjá Gísla Marteini

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. október 2016 22:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason þreytti frumraun sína í Vikunni hjá Gísla Marteini Baldurssyni í kvöld, en DV greindi frá því í gær að hann yrði fastur gestur í þættinum í vetur. Í sínu fyrsta innslagi gerði Atli Fannar upp fréttir vikunnar.

Hann gerði stóplagrín að Kristjáni Má Unnarssyni fréttamanni og Guðna Th. Jóhannessyni forseta svo einhverjir séu nefndur. Þá tók hann Framsóknarflokkinn frekar hraustlega fyrir, en flokksþing flokksins var mikið í fréttum í vikunni sem er að líða.

Hann sagði meðal annars að ákveðinn hópur innan Framsóknarflokksins teldi að Sigmundur Davíð væri „litla snoðaða stelpan með ofurkraftana í Stranger tings. Þau telja að vandræði hans séu skrímslum úr hliðrænni veröld að kenna og hluti af víðtæku samsæri.“

Atli Fannar sagði að Sigmundur Davíð nyti víðtæks stuðnings innan flokksins enda hefði hann tapað fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni með litum mun. Á meðal stuðningsmanna hans væri Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður flokksins. „Þorsteinn Sæmundsson sem er reyndar það sama fyrir stjórnmál og Toro pakka-bernaise er fyrir sósur. Hann lítur út eins og alvöru stjórnmálamaður og við myndum trúa því ef árið væri 1986 og við bara vissum ekki betur.“

Innslag Atla má sjá hér fyrir neðan.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=OZtRwsYB130&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“