fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Guðmundur Andri: „Ætlarðu að fylgja mér yfir í bílinn,“ segir ungur lögreglumaður“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 1. október 2016 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Blá ljós blikkandi fyrir aftan mig í Öskjuhlíðinni og ég út í kant. „Ætlarðu að fylgja mér aðeins hér yfir í bílinn,“ segir ungur lögreglumaður stillilega, ekki beinlínis óvinsamlegur en alls ekki vinalegur heldur; þessari stund hæfir ekki léttúðarfas.“

Þannig hefst frásögn eftir rithöfundinn Guðmund Andra Thorsson sem hann birtir á Facebook-síðu sinni. Skrif skáldsins hafa vakið mikla athygli. Guðmundur Andri greinir þar frá því að lögreglan hafi stöðvað för hans og beðið hann að setjast í aftursætið í lögreglubílnum. Skáldið veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um þessi afskipti lögreglunnar og engin ástæða til að fikta of mikið í hinum velstílaða texta. Það má einnig draga lærdóm af þessari frásögn og við gefum Guðmundi Andra orðið:

„Ég jánka hálf kindarlegur og stíg út úr bílnum og fylgi honum, beygður og bljúgur að sjá. Bílarnir þjóta hjá og ég hugsa um það hvernig allir í bílunum hugsa:

„Jæja, hann er laglegur í dag“ … „Eitthvað er skáldið okkar illa fyrirkallað núna …“ „Hvað skyldi hann nú hafa gert af sér …“ Sest svo inn í aftursætið.

Lögregluþjónirnir tveir bauka við blöð og pappíra í þögn, drykklanga stund, ég þegi líka – læt enga gossa af öllum sniðugu setningunum sem fylla hausinn, þegi. Svo snýr bílstjórinn sér að mér og segir – raunverulega segir:

„Þú þarft ekki að svara neinum spurningum en allt sem þú segir kann að vera notað gegn þér síðar.“

„Þú þarft ekki að svara neinum spurningum en allt sem þú segir kann að vera notað gegn þér síðar.“

Ég jánka til marks um að ég skilji, ögn hróðugur yfir því að hafa fengið svo æsilega réttarstöðu. Þeir spyrja mig svo hvort ég gangist við því að hafa handleikið símtæki undir stýri og borið upp að eyranu.

Ég játa fúslega, og bæti við, til að upplýsa málið til fulls, að ég hafi verið að tala við bróður minn, en viti að þetta sé hættuspil, þetta megi ekki.

Spennan í bílnum slaknar skyndilega og áþreifanlega, við slökum á, erum allt í einu orðnir eins og hvert annað fólk – löggurnar skrifa út skýrslu sem ég undirrita og ég stíg út, búinn að vinna mér inn einn punkt. Geng svo hnarreistur og glaðbeittur að bílnum mínum og hugsa um það hvernig aðrir vegfarendur sjá mig sem Castle, rithöfundinn sem alltaf er að hjálpa lögreglunni við að upplýsa erfið mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna