fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Geir trúir frásögn Platini

„Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að hann segi satt og rétt frá“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. janúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mjög sorglegt mál fyrir okkur á sama tíma og við erum að eiga okkar stærstu stundir í knattspyrnusögunni,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ um spillinguna innan FIFA sem komst upp á síðasta ári. „FIFA er auðvitað búið að vera í skelfilegum málum og það er enn verra að UEFA skuli dragast inn í þetta. Við höfum alltat stutt og staðið þétt við bakið á Michel Platini. Þegar Svíinn Lennart Johansson var búinn að vera í 17 ár sem forseti FIFA þá studdum við Platini í forseta. Þetta er auðvitað mjög slæm staða fyrir alla, hvert sem litið er; Evrópska knattspyrnusambandið, okkur og hann sjálfan. Ég vona að honum takist að hreinsa sitt nafn, eins og hann stefnir að og hefur sagst ætla að gera.“

Spillingin innan FIFA teygði anga sína inn í UEFA þar sem Platini var forseti, en hann hafði gefið út að hann ætlaði að sækjast eftir forsæti í FIFA á þessu ári, þegar Sepp Blatter stigi til hliðar. Eftir að FBI hóf rannsókn á spillingu og fjársvikum innan FIFA kom í ljós að FIFA hafði lagt tæpar tvær milljónir svissneskra franka, eða um 240 milljónir íslenskra króna, inn á reikning Platini árið 2011.
Báðir segja þeir að greiðslan hafi verið vegna vangoldinna launa fyrir ráðgjafarstörf sem Platini vann fyrir Blatter á árunum 1998 til 2002. Enginn skriflegur samningur er hins vegar til vegna þeirra starfa, enda segjast þeir aðeins hafa gert munnlegt samkomulag sín á milli. Ástæðuna fyrir því að greiðslan barst svo seint segja þeir vera slæma fjárhagsstöðu FIFA á þeim árum sem Platini sinnti ráðgjafarstörfum.
Sú skýring hefur ekki verið tekin gild og hefur siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins dæmt þá báða í átta ára bann frá knattspyrnu.

Aðspurður segir Geir þetta hafa verið áfall fyrir hann sjálfan. „Þetta var mikið áfall fyrir mig og alla forystumenn í Evrópu þegar þetta kom upp.“ En trúir hann á sakleysi Platini? „Þetta er kannski ekki spurning um sekt eða sakleysi. Hann hefur gengist við því að hafa gert þennan munnlega samning við Blatter. Þetta snýst ekki um það. Spurningin snýst frekar um hvort hann hafi átt að upplýsa stjórnir UEFA og FIFA um það þegar hann fékk þessa greiðslu loksins. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að hann segi satt og rétt frá. Það sem gerist er að hann innheimtir þetta ekki strax og hlutirnir breytast og þróast. Þegar hann loksins fer að innheimta þá segir Blatter honum að senda reikinginn inn og hann er greiddur. Það sem lítur svo illa út er að nokkrum mánuðum seinna er Blatter endurkjörinn forseti FIFA. Reyndar án mótframboðs.“

Löngu tímabært að taka til

Geir segir það í sjálfu sér ekki hafa komið sér á óvart þegar upp komst um spillingu innan FIFA. Þegar hann var að byrja að starfa innan KSÍ og var að kynnast kollegum sínum á Norðurlöndunum, þá bentu þeir honum á nokkra „þrjóta“, sérstaklega frá Mið-Ameríku. „Þeir sögðu: This is a crook. Og það eru einmitt þeir sömu og voru loksins teknir núna, tuttugu árum seinna,“ segir Geir, en nokkrir af æðstu stjórnendum FIFA voru handteknir í aðgerðum lögreglu á síðasta ári. Það var því almenn vitneskja um það innan FIFA að þar viðgengist spilling og mútur. „Eins og þessi frægasti, Jack Warner, hann var kennari, en varð allt í einu múltí-milli. Það kom ekkert á óvart með þessa menn. Spillingarvandamálið virðist vera landlægt og þá helst í Mið-, Suður- og Norður-Ameríku. Það var orðið löngu tímabært að taka til, en það kom á óvart hvað þetta var mikið.“

Það hefur aldrei komið til þess að reynt hafi verið að hafa áhrif á Íslendinga með vafasömum hætti í knattspyrnuheiminum, að sögn Geirs. Enda hafa Íslendingar aldrei átt stjórnmarmann í FIFA og einungis tvisvar í UEFA. „Það hefði örugglega verið reynt að nálgast okkur ef við hefðum verið í þannig aðstæðum. Ég þekki marga Evrópumenn sem augljóslega var reynt að hafa áhrif á,“ segir Geir hreinskilinn. Spillingin er því víða þótt hún nái sem betur fer ekki til Íslands. Og þangað snúum við aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs