fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Öskur Gumma Ben í þekktum kvikmyndum: Bráðskemmtilegt myndband

Íþróttafréttamaðurinn rak upp skrækt öskur í leik Liverpool og Arsenal – Skipt út fyrir öskrið í Psycho og fleiri þekktum kvikmyndum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. janúar 2016 13:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson rak upp hávært og skært öskur þegar hann lýsti leik í ensku úrvalsdeildinni í gær. Öskrið hefur nú verið notað í bráðskemmtilegt myndband með brotum úr þekktum kvikmyndum.

Leikurinn var á milli stórliðanna Liverpool og Arsenal og var hann sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Um miðjan fyrri hálfleik fékk Olivier Giroud, sóknarmaður Arsenal, sannkallað dauðafæri til að koma sínum mönnum í forystu. Giroud klúðraði hins vegar fyrir framan opnu marki og rak lýsirinn upp hávært öskur.

Öskrið vakti strax mikla athygli og hefur því nú verið skellt saman við mörg fræg atriði í kvikmyndasögunni. Má þar nefna atriði úr Lord of the rings, Inglourious basterds og sturtuatriðið í Hitchcock-kvikmyndinni Psycho, sem er eitt frægasta öskuratriði allra tíma.

Hér má sjá myndbandið sem kallað er „The Gummhelm Scream.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=utKOSktT4CE?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“