fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Lilja ætlar að baka í 24 klukkutíma

Öllum er boðið í kaffi í Kópavoginn um helgina

Kristín Clausen
Laugardaginn 17. september 2016 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 12 á hádegi byrjar fremur óvenjulegt 24 klukkustunda maraþon en þá ætlar Lilja Katrín Gunnarsdóttir, eigandi og yfirbakari hjá Blaka, að baka í sólarhring samfleytt á heimili sínu í Kópavogi til styrktar Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra.

Bakar til styrktar Krafti

Líkt og áður segir byrjar maraþonið klukkan 12 á hádegi laugardaginn 17. september en þá fer fyrsta kakan inn í ofn. Síðasta kakan fer inn í ofn akkúrat sólarhring síðar, eða klukkan 12 á hádegi sunnudaginn 18. september.

„Á þessum sólarhring, og eitthvað fram eftir sunnudeginum, eru allir velkomnir í kaffi og með’í á heimili mínu í Melgerði 21 í Kópavogi. Þá getur fólk gúffað í sig af vild en í staðinn fyrir að borga fyrir kræsingarnar er fólk hvatt til að styrkja Kraft, á staðnum eða leggja inn á bankareikning félagsins. Það er þó alls engin skylda en ég verð með sérstaka styrktarbauka í kaffisamsætinu. Og auðvitað rennur allur ágóði til Krafts,“ segir Lilja Katrín í tengslum við þennan frábæra viðburð.

Lilja Katrín verður með styrktaraðila á bak við sig en þeir sem leggja til vörur eru Lífland, Nesbú, Katla, Royal, Góa, MS, Ölgerðin og Krónan.

Einnig verður hægt að fylgjast með herlegheitunum á Facebook- og Instagram-síðu Blaka, sem og á Snapchatti Lilju en notendanafnið hennar er liljagunn.

Þetta verður megastuð

Þá ætlar Lilja Katrín að setja allar uppskriftirnar sem hún bakar í maraþoninu inn á blaka.is, þegar tími gefst.

„Þetta er vissulega maraþon í óhefðbundnari kantinum og kannski á ég eftir að sofna með andlitið ofan í smjörkremi en eitt veit ég fyrir víst – þetta verður mega stuð,“ segir Lilja Katrín og bætir við:

„Þannig að endilega sýnið ykkur og sjáið aðra, hóið vinahópnum saman eða fjölskyldunni og kíkið í kaffi til mín og styrkið gott málefni í leiðinni. Ég lofa að það verður nóg af rjóma og nóg af súkkulaðisyndum og að andrúmsloftið verður kolvetnaþrungið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu

Það sem Benedikt sagði sem kom upp um áform hans um að biðja Sunnevu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“

„Ég hef alltaf litið á þetta sem morð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum