fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Fær Portman önnur Óskarsverðlaun?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 17. september 2016 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Natalie Portman þykir sýna frábæran leik í myndinni Jackie en þar er sagt frá lífi Jacqueline Kennedy í Hvíta húsinu eftir að eiginmaður hennar var myrtur. Myndin hefur þegar verið sýnd á kvikmyndahátíðunum í Feneyjum og Toronto. Þeir sem séð hafa myndina bera mikið lof á Portman sem þykir afar trúverðug í hlutverki forsetafrúarinnar. Nokkuð öruggt er talið að hún muni verða tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn og einhverjir veðja á að hún muni vinna til verðlaunanna. Portman hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í The Black Swan árið 2011.

Jackie verður frumsýnd í Bandaríkjunum í byrjun desember. Myndin er sögð frá sjónarhóli Jackie, eins og forsetafrúin var kölluð, sem ræðir við blaðamann um líf sitt. Leikstjóri myndarinnar er Pablo Larrain Matte.

John og Jackie Kennedy hafa verið viðfangsefni í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en gagnrýnendur eru sammála um að þar hafi ekki tekist jafn vel og í Jackie. Gagnrýnendur eru hjartanlega sammála um stjörnuleik Portman en hrósa einnig kvikmyndatöku, búningum, tónlist, förðun og hárgreiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Í gær

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga

Patrekur Jaime fagnar stórum áfanga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin