fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Guðni biður Kristófer afsökunar: „My bad. Kemur ekki fyrir aftur“

Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði Kristófer Acox á ensku þó íslenska sé hans móðurmál

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 1. september 2016 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

My bad

Hér er Bol ásamt bakverðinum smávaxna, Muggsy Bogues.

Hér er Bol ásamt bakverðinum smávaxna, Muggsy Bogues.

Orðsambandið „My bad“ sem forseti Íslands notar í afsökunarbeiðni sinni til Kristófers má rekja til þekkts körfuboltamanns sem lék með Golden State Warriors í NBA-deildinni á árunum 1988 til 1990. Manute Bol, sem lést árið 2010, var frá Súdan og var 2,31 cm á hæð. Hann talaði litla ensku fyrst þegar hann kom til Bandaríkjanna. Þegar honum urðu á mistök á æfingum eða í leik sagði hann gjarnan „My bad“ til að taka á sig sök. Síðan hefur þetta orðið að nokkuð vinsælum frasa. Þó skal því til haga haldið að einhverjar heimildir herma að hann hafi ekki verið fyrstur til að nota frasann. Hann gerði hann þó samt sem áður frægan. Það er því kannski engin tilviljun að Guðni, sem er menntaður sagnfræðingur, skuli nota tilvísun í körfuboltamann þegar hann biður landsliðsmanninn íslenska afsökunar.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, afsökunar eftir vandræðalega uppákomu fyrir leik Íslands og Sviss í undankeppni EM í gærkvöldi.

Eins og DV greindi frá í morgun kastaði Guðni kveðju á Kristófer á ensku. „Allir i liðinu fengu „Gangi ykkur vel“ frá Guðna forseta, nema kallinn. Ég fékk „good luck“,“ sagði Kristófer á Twitter.

Kristófer, sem á þeldökkan föður og hefur því dekkra litarhaft en félagar hans í landsliðinu, ólst upp og bjó á Íslandi til ársins 2013 en fluttist þá til Bandaríkjanna þar sem hann leikur körfubolta og stundar nám. Íslenska er hans móðurmál.

Nú hefur Guðni hins vegar beðið Kristófer afsökunar á þessum ruglingi. Það gerði hann á Twitter-síðu Kristófers í morgun. „Gangi þér vel, rosalega vel. Sorrí, fékk í kollinn hér nýr liðsmaður, ekki með íslensku 100%. My bad. Kemur ekki fyrir aftur :)“

//platform.twitter.com/widgets.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“