fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Árni kveðst hafa verið dæmdur fyrir dugnað: „Það tapaði enginn á mér“

Dró lærdóm af fangelsisvistinni

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. september 2016 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mistökin voru ekki bara mín. Þau voru líka hjá stofnunni sem átti að sjá um að þetta væri í lagi, allt þetta eftirlit,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það vakti mikla hneykslan þegar í ljós kom árið 2001 að Árni, þá nefndarmaður í byggingarnefnd Þjóðleikhússins, hafði notað reikninga á vegum ríkisins til þess að greiða fyrir varning sem hann notaði í persónulegum tilgangi. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál þvertekur Árni fyrir að hann hafi tekið hluti ófrjálsri hendi.

DV fjallaði fyrst um málið í júlí 2001 og greindi frá því að Árni hefði pantað vörur hjá BYKO á nafni Þjóðleikhússins fyrir á aðra milljón króna. Síðar kom í ljós að Árni hafði einnig keypt hleðslusteina af BM-Vallá fyrir hönd byggingarnefndar Þjóðleikhússins og hlaðið steinunum við heimili sitt í Vestmannaeyjum. Þá var hann einnig staðinn að því að hafa keypt dúk til framkvæmda við Þjóðleikhúsið en einnig sent dúkinn til Vestmannaeyja.

Sjálfur gaf Árni þau svör að um mistök væri að ræða. Hann hlaut í kjölfarið tveggja ára fangelsisdóm árið 2003 fyr­ir fjár­drátt og umboðssvik í op­in­beru starfi, mútuþægni og rang­ar skýrsl­ur til yf­ir­valda en hafði þá áður verið dæmdur í 15 mánaða fang­elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Segir engan hafa tapað á sér

„Ég var dæmdur fyrir dugnað,“ segir Árni í umræddu viðtali við Mannamál, aðspurður um hvaða mistök hann hefði gert sem leiddu til þess að hana endaði í steininum.

„Ég stóð að uppbyggingu Þjóðleikhússins og þar gerði ég þau mistök að ég fékk greiðslur sem voru ekki með réttri aðferð,“ segir hann jafnframt og þvertekur fyrir að hafa verið dæmdur fyrir að taka hluti ófrjálsri hendi. Segir málið hafa varðarð „1800 þúsund krónur á röngum tíma“:

„Ég borgaði þetta aftur. Ég borgaði þetta á einu bretti til baka og kláraði það.“

Þá kveðst Árni hafa gert mistök og borið ábyrgð á þeim: „Af því að ég var í forsvari fyrir byggingarnefndinni. Fyrir það var ég dæmdur. Og ég afgreiddi það, gerði það upp og kláraði. Það tapaði enginn á mér.“

Þá bætir hann að málið hafi tekið mikið á sig á sínum tíma, og verið honum mikið áfall. „Auðvitað reyndi þetta rosalega á mig, allt þetta fjör í kringum mig. Þetta var mikið áfall fyrir mig, ekki síst vegna þess að ég vissi að þetta var svo mikið áfall fyrir marga vini mína og samferðamenn,“ segir hann en telur fullvíst að hann hafi verið tekinn fastari tökum en gengur og gerist í málum sem þessum.

Þá tekur hann undir að vissulega hafði það verið auðmýkjandi að þurfa að sitja inni.

„Samt er það lærdómur, frekar en auðmýkjandi, finnst mér. Maður varð að horfa á hlutina frá svolítið öðrum sjónarhornum. Þá varð þetta bara skóli og reynsla. En ein nótt í fangelsi, hún er ofboðsleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel