fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Chris Brown handtekinn eftir umsátur lögreglu: Sagður hafa miðað byssu á fegurðardrottningu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 07:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Chris Brown var handtekinn í Los Angeles í gærkvöldi eftir að hálfgert umsátursástand skapaðist við heimili hans. Brown er sagður hafa ráðist vopnaður á konu að nafni Baylee Curran á heimili sínu, en Baylee þessi vann keppnina ungfrú Kalifornía 2016.

Brown er meðal annars sagður hafa miðað byssu á konuna. Lögregla var kölluð á staðinn um miðjan dag í gær að íslenskum tíma, en það var ekki fyrr en eftir miðnætti að lögreglu tókst að handtaka hann eftir að hann gaf sig fram. Er ástæðan sögð vera sú að lögregla hafði ekki húsleitarheimild og Brown hafði engan áhuga á að gefa sig fram við lögreglu. Hann var að lokum leiddur á brott og settur upp í lögreglubíl. Brown virtist rólegur þegar hann ræddi við lögreglu eftir að hann gaf sig fram.

Baylee er sögð hafa dáðst að skartgripum vinar Brown og það virðist hafa farið illa í tónlistarmanninn.

Samkvæmt lögum í Kaliforníu gæti Brown átt yfir höfði sér fjögurra ára fangelsi, en árásir með hættulegum vopnum eru litnar alvarlegum augum þar. Brown komst í fréttirnar fyrir nokkrum árum þegar hann réðist á þáverandi kærustu sína, tónlistarkonuna Rihönnu. Hann var sakfelldur fyrir þá árás og mátti samkvæmt dómnum ekki hafa skotvopn undir höndum. Svo virðist vera sem hann hafi virt bannið að vettugi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu