fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Ágústa vildi vera hvalur

Mundi æfa stökk og synda um í rólegheitum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágústa Kolbrún Róberts er heilari og jógakennari. Ef hún gæti ráðið einhverju um annað líf væri hún til í að vera hvalur. Risastór og rólegur. Lífið hennar yrði svona:

„Þegar ég var yngri langaði mig oft að vera einhver annar – og ímyndaði mér að það væri léttara að vera allir nema ég. Ég hef alltaf verið djúpt þenkjandi og ég man eftir mér fimm ára horfandi í spegil og spyrjandi sjálfa mig „af hverju er ég ég? Og af hverju valdi ég þessa fjölskyldu?“

Í dag vildi ég ekki vera nein önnur en ég er. Eftir að kafað djúpt í jóga og heilun er ég búin að vinna mikið í mér og ég elska gersamlega að vera ég.

En ef ég væri eitthvað annað vildi ég vera hvalur, ég elska hvað þeir eru fallegir og hvað það er gaman að fylgjast með myndböndum af hvölum. Ég er algjör nörd þegar kemur að hvalaskoðun og ég skoða öll hvalamyndbönd sem ég finn á netinu.

Mynd: DV

Ef ég væri hvalur sjálf gæti ég ímyndað mér að ferðast víða um heiminn – ég mundi vera „Finding Nemo“-hvalur sem mundi lenda í alls konar skemmtilegum ævintýrum. Ég mundi eiga vini sem væru ekki sama tegund og ég, það væri alveg dæmigert fyrir mig sem hval að eiga vin sem væri svakalega lítil fiskur.

Það fylgir því einhver einstök ró að hugsa til þess að vera stærsta dýrið í sjónum og geta skoðað hafið með hvalsaugum – alla dýrðina sem hafið hefur upp á á bjóða – en geta líka komið upp á yfirborð sjávar og skoðað himininn. Mér finnst stórkostlega flott þegar hvalir skjóta sér úr sjónum og snúa sér í hringi. Ég mundi æfa þannig stökk mikið og fara upp að öllum bátum sem yrðu á vegi mínum og sýna stökkið. Líklega yrði ég frægari en Keikó, þar sem ég kæmist með stökkin mín á samfélagsmiðlana!

Ég heillast mikið af hafinu og ég gæti vel hugsað mér að lifa eina hvalsævi. Það er líka talið svo hreinsandi að vera í söltum sjó. Mér hefur líka alltaf fundist hvalir sérstaklega dularfullar skepnur og eins og þeir búi yfir miklum leyndardómum. Hvalurinn er eins og ævintýravera sem hefur séð margt en er samt alltaf svo róleg og yfirveguð, ég dáist að því.

Þetta yrði löng og róleg ævi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel