fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Metsöluhöfundur grét í rúm þrjú ár

James Patterson segir frá erfiðum tíma í lífi sínu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fáir rithöfundar njóta meiri velgengni en bandaríski spennusagnahöfundurinn James Patterson. Hann er orðinn 69 ára og hefur á ferlinum selt rúmlega 350 milljónir eintaka af bókum sínum. Áður en fyrsta bók hans kom út árið 1976 höfðu þrjátíu bókaforlög hafnað handritum hans.

Í nýlegu viðtal við Sunday Times segir Patterson frá erfiðum árum þegar ástkona hans greindist með heilaæxli. Þau voru saman í fimm ár og í tvö og hálft ár var hún dauðveik. „Eftir að hún veiktist gat ég ekki skrifað,“ segir Patterson. „Ég grét á hverjum degi í tvö og hálft ár og í ár eftir að hún lést.“ Patterson gekk seinna í hjónaband, þá 49 ára, og á einn son með konu sinni. Hann segir þau hjón mjög náin. „Ég segi syni mínum að við séum vön að haldast í hendur þegar við leggjumst til svefns.“

Patterson segir velgengnina ekki hafa breytt sér en hann gefur stóran hluta af tekjum sínum til góðgerðarmála. „Mér líður vel í eigin skinni, ég vildi að það hefði verið þannig áður,“ segir hann. Patterson kvartar helst undan því að geta ekki lengur lesið jafn mikið og áður en hann var vanur að lesa fimm bækur á viku. Hann situr við skriftir flesta daga og fær ótal hugmyndir en hefur ekki tíma til að vinna úr þeim öllum sjálfur og starfar því oft með öðrum höfundum. Þekktasta sköpunarverk Patterson er lögreglumaðurinn Alex Cross. Fjölmargar af bókum Patterson hafa ratað á hvíta tjaldið eða orðið að sjónvarpsþáttum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu