fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Einar: „Þeir eru búnir að eyðileggja Bæjarins beztu“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 11. júlí 2016 16:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er ánægður með túrismann og kvarta ekki; hann gagnast mannlífinu hér, verslun, veitingastöðum, menningu, hag landsins. Auk þess sem þeir sem hingað vilja koma eru að sjálfsögðu velkomnir, rétt eins og við til þeirra landa. EN: Einu verður að gera bragarbót á. Þeir eru búnir að eyðileggja fyrir okkur „Bæjarins beztu,“ þetta segir rithöfundurinn Einar Kárason í pistli á Pressunni.

Einar segir Íslendinga þekkja kosti staðarins, vörugæðin, verðið og hlýlegt viðmót og hraða þjónustu. Nú sé 25 metra löng röð af túristum sem rétt silast áfram.

„ … því þeir eru ekki aðallega komnir til að kaupa pulsu, heldur upplifa atburð. Spjalla lengi um vöruúrvalið, taka svo selfí af sér, lúgunni, starfsfólkinu og helst ferðafélögunum.“

Þetta vill Einar leysa með því að koma fyrir færanlegum pylsuvagni við hliðina með skilti þar sem ferðamenn séu boðnir velkomnir: „Foreigners welcome, we speak English“.

„Við innfæddir myndum auðvitað fara á okkar gamla stað, en túristunum væri sléttsama, þeir þurfa bara að fylla í „Must do“ hakið í Reykjavík, eins og að sjá Hallgrímskirkju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“