fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Karl Önnuson Magnason Sigrúnarson og fleiri félagar Hjálmars

Vinsæll á Snapchat – Framleiðir flókna leikþætti

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmar Örn Jóhannsson segist vilja gleðja fólk og fá það til að hlæja! Það gerir hann líka með óborganlegum leikþáttum og myndbrotum á samskiptaforritinu Snapchat þar sem hann snappar undir nafninu hjalmarorn110. DV náði tali af Hjálmari nýkomnum úr fótbolta- og sólarreisu til Evrópu.

Hvernig leiddist þú út í snappið?
„Þetta byrjað með fikti og vinahópurinn samanstóð af ættingjum og vinum. Fljótlega fór ókunnugt fólk að fylgja mér og ég sá tækifæri í þessu. Mér finnst líka stórskemmtilegt að vera minn eigin leikstjóri og lít á Snapchat sem mína eigin sjónvarpsstöð.“

Nokkrar týpur koma reglulega við sögu hjá Hjálmari. Þar á meðal eru Halli hipster, Illa nettur, Bjarni gröfumaður (46) og femínistinn Karl Önnuson Magnason Sigrúnarson. Skyldu þessir sómamenn eiga sér stoð í raunveruleikanum?
„Að sjálfsögðu. Allir þekkja þessar týpur og fólk kannast við hitt og þetta bæði hjá sjálfu sér og öðrum. Í raun má segja að karakterarnir séu sambland af mörgum og oft eru þeir byggðir á því sem er að gerast í samfélaginu. Það detta öðru hvoru inn nýir karakterar til dæmis Ögmundur Jákvæði ISIS-meðlimurinn, Eldar Máni lofttónlistarmaður og Hermann, stuðningsmaður landsliðsins.“

Svona lítur hann út dags daglega þessi duglegi snappari.
Hjálmar sjálfur Svona lítur hann út dags daglega þessi duglegi snappari.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Þegar Hjálmar snappar skiptir hann um búninga og leggur mikið á sig, enda innihalda sögurnar oft nokkrar týpur sem lenda saman í ævintýrum.

„Ég hef afskaplega gaman af löngum og flóknum sögum. Sem dæmi þá tók sjö mínútna saga mig tvær klukkustundir og 40 mínútur í framleiðslu, en þar voru allir helstu karakterarnir mínir í partíi saman og ég skipti um gervi 40 sinnum. Oftast er þetta ekki svona tímafrekt þó að ég leggi alltaf mikinn metnað í þetta.“

Fjölskyldumeðlimir koma stundum við sögu, skyldu þeir vera ánægðir með þetta áhugamál?

„Kærastan mín hefur verið ótrúlega þolinmóð og sýnir þessu oftast mikinn áhuga. Eitt kvöldið var ég á miklu flugi og við þurftum að hætta við að fara út að borða þar sem ég gleymdi mér alveg. Við höfum gert með okkur samning um þetta allt saman en innihald hans er hernaðarleyndarmál og verður ekki afhjúpað hér.“

En Hjálmar á sér líf utan Snapchat. Hann er vinsæll veislustjóri og uppistandari. „Upp á síðkastið hef ég fengið töluvert af beiðnum um að leika í auglýsingum. Það væri að sjálfsögðu draumur að geta lifað af gleðinni einni saman og að sjálfsögðu stefni ég þangað. Allt er hægt eins og við höfum nýverið fengið sönnun á með geggjuðum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“